miðvikudagur, október 26

Heimskir synir sveitarfélagsins

Heimskir synir sveitarfélagssins

Það var síðastliðinn mánudagsmorgun sem þetta gerðist.

Ég hafði sofið á mínu græna eyra til hádegis, enda stúlka í vetrarfríi og átti svo sannarlega skilið að sofa út eftir atburði helgarinnar.

Ég þóttist læra í u.þ.b klukkutíma en þegar ég var á leiðinni inn í eldhús til að fá mér hressingu tók ég eftir því að það var eitthvað gruggugt við bílinn minn fagra, Volswagen Margeir eins og hann heitir nú fullu nafni.

Út í kuldann drattaðist ég og sá mér til mikillar skelfingar að það hefði verið brotist inn í bílinn, að öllum líkindum um nóttina.

Ég hljóp eins og fætur og aðrir líkamspartar leyfðu og öskraði og æpti á aðra heimilismeðlimi þangað til að þeir dröttuðust út.

Og þarna stóðum við systur fyrir framan blákaldann sannleikann...það hefði greinilega verið brotist inn í bílinn.

Ég sem hélt að svonalagað gerðist bara í bíómyndunum.

Þegar við opnuðum bílinn sáum við í fyrstu ekkert athugavert við útlitið á bílnum.

Við nánari athugun sáum við þó að bíræfnu þjófarnir höfðu rifið Hér og Nú blað, í eigu systur minnar og dreift því samviskusamlega um allan bílinn ásamt því að sturta úr eins og einum Extratyggjópoka í framsætið.

Við enn nánari athugun sáum við að öskubakkinn var á bak og burt sem og kveikjarinn og örfáir skrifaðir geisladiskar.

Útvarpið var enn á sínum stað, sem og ökuskírteinið mitt og veskið mitt með debetkorti og fleiru í.

Ég hef íhugað málið mikið og komist að eftirfarandi staðreyndum:...

  • Þjófarnir hafa án efa ekki fýlað Hér og Nú(hver gerir það svo sem?) og tekið sig til og rifið það í tætlur til að hefna sín á ritstjóra og staffi hans.

  • Þeim finnst vont Extratyggjó og voru að gefa okkur dulin skilaboð að henda þessu bara í framsætið(ruslið) og gera okkur grein fyrir því að það eru til fleiri tyggjótegundir í heiminum.

  • Þeir hafa verið forfallnir aðdáendur Stuðmanna, Á móti Sól og Ladda og ekki átt einn einasta disk með þeim og var  upp á líf og dauða að redda eins og einum disk með þeim eða svo.

Þetta eru virkilega heimskustu þjófar sem ég hef vitað um og hlæ ég mig enn í svefn á kvöldin.

www.hrebbna.tk
-sér enn spaugilega hlið, jafnvel á sakamálum-

miðvikudagur, október 19

Verkfall!!

Blogger virðist eitthvað vera á móti mér þessa dagana.
Ég er búin að gera 5 heiðarlegar tilraunir til að blogga síðan ég bloggaði síðast og alltaf kemur ERROR!

En þó virðist ég geta post-að bloggum ef þau eru virkilega stutt..hmm?

Meðan þessi læti ganga yfir hygg ég á áframhaldandi verkfall en bendi þó á þessa síðu meðan þið bíðið.

Góðar stundir

www.hrebbna.tk
-mótmælandinn-

þriðjudagur, október 4

Spaug dagsins

Fyndið þykir mér að tilkynning hafi borist nemendum í FG í tölvupósti um að net skólans lægi niðri.

www.hrebbna.tk
-sér spaugilegu hliðina á málunum-