miðvikudagur, febrúar 23

Kæru lesendur

Þann 23. febrúar 2003 sat undirrituð á heimili sínu og hafði ekkert betra að gera en að hanga á netinu. Eftir að hafa "sörfað" ,eins og vefarar góðkunnir segja, á netinu í rúman klukkutíma rakst hún á síðu nokkra sem bar nafnið blogspot. Hún ráfaði í reiðileysi inn á síðuna og skyndilega, alveg óvart var hún komin með síðu sem bar nafnið hrebbnan.blogspot.com.

Í fyrstu tók sinn tíma að læra á síðuna, en ekki leið á löngu þangað til að hún var farin að blogga; eins og það kallast víst, reglulega.

Vinir og vandamenn fóru að heimsækja síðuna og styrktu undirritaða enn meir í bloggskrifum.

Hún fékk sér "lén"(annað orð úr bókum tölvunjarða) og síðan fékk nafnið www.hrebbna.tk

Tíminn leið og beið og skyndilega var liðið eitt ár frá því að hún hafði bloggskriftir og eftir heimsókn til læknis var komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri víst ólæknandi sjúkdómur sem hún þyrfti að fá útrás fyrir einhversstaðar, og hvar var betri staður en ákkurat hér?

Nú, eftir þessar fregnir frá lækninum var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að blogga og hér er ég víst, 2.árum seinna ennþá ólæknuð af þessari sýki.

Ég vil þakka öllum þeim sem heimsótt hafa síðuna á þessum 2.árum og segji bara gjöriði svo vel og fáið ykkur kökur og meðþví í commentunum hér að neðan.

www.hrebbna.tk
-stoltur bloggari-

mánudagur, febrúar 21

Hádegishlé

Eftir að hafa skrapað saman hundraðkrónum með erfiði fór undirrituð beinustu leið í matsal FG og keypti sér einn súpudisk. Glöð í bragði og svöng mjög gekk hún að sínum venjulega stað þar sem vinir og vandamenn sitja og hugðist borða súpuna af bestu lyst.

Fyrsta skeiðin fór upp í munninn og hungrið minnkaði til muna.

Eftir tvær eða þrjár skeiðar í viðbót og almennar hádegisvangaveltur átta ég mig á því að kvennmannsrödd yfirgnæfir allar mínar hugsanir. Röddin kom frá næstu hæð.

Þegar ég fer að hlusta betur heyri ég að konan talar um aumingjans börnin í Afríku sem fá aldrei neitt að borða og predikar yfir saklausum framhaldsskólanemendum sem geta lítið gert í þessu vandamáli..enda blankir námsmenn.

Loksins þagnar konan og ég held ótrauð áfram að snæða mína súpu og allt í einu heyri ég röddina sem var áðan á hæðinni fyrir ofan koma til mín og spyrja kurteisislega hvort hún megi kynna "tilfinningakortið" sem hjálparstarf kirkjunnar var að gefa út.
Að sjálfsögðu sá ég ekkert því til andstöðu að leyfa konunni að æla ræðunni út úr sér en þegar á leið á ræðuna fór sjálfsmat mitt, matarlyst og almennt álit á heiminum snarlækkandi.

"Áttaru þig á því að fyrir þessar hundraðkrónur sem þú varst að kaupa súpu fyrir gætir þú gefið barni í Afríku vatn í tvær vikur"...ég rankaði við mér og ýtti súpudisknum til hliðar og sárskammaðist mín. "Fyrir aðeins 1130 krónur(skyndibitamáltíð fyrir tvo samkv. konunni) getur þú leyft einu barni í Afríku að ganga í skóla í heilann mánuð, gefið því bækur og föt".....ég ýtti Trópíinum frá mér og vatnsglasinu sem ég átti ekki en var á borðinu. Konan fór og eftir sat ég með skömmina í hattinum.

Eftir þennann fyrirlestur held ég að ég muni ekki borða framar því alltaf fer ég að reikna út hversu mörgum Afríkubörnum ég geti hjálpað í staðinn fyrir að kaupa mér...sjálfselskum íslendingi sem hefur það gott, að borða. Það sem kom mér þó mest á óvart var að eftir hverja predikun um að ég væri ömurlegur þjóðfélagsþegn því ég gæfi ekkert til hjálparstarfs heldur eyddi hverri krónu í mat og annað sagði hún; "en endilega njóttu þess að kaupa McDonalds, þú nýtur forréttinda". SAMT var hún að ýja að því að ég ætti að sleppa því algjörlega að borða sjálf og gefa börnunum í Afríku að borða í staðinn.

Nú sit ég eftir með kaldann súpudisk sem ég hef ekki áhuga á að snerta og er sársvöng.

www.hrebbna.tk
-svengd er ekki góð tilfinning-

fimmtudagur, febrúar 10

Að losa brjóstahaldara 103

Undanfarið hafa gestir og gangandi komið til mín og beðið mig um að halda þetta námskeið sem og annað sem er í vinnslu; Að binda bindi 103 en það mun birtast hér á síðunni á næstu vikum, enda árshátíðirnar að fara að skella á. Mér fannst töluvert mikilvægara að reyna að leggja mitt af mörkum á tölvutæku formi og gera tilraun til að kenna karlpeningum að losa brjóstahaldara án þess að þurfa á hjálp neyðarlínunnar að halda.

Og þá hefst kennslan....

Skref #1=Kynning
Það fyrsta sem ber að huga að þegar brjóstahaldari er losaður strákar er að ganga úr skugga um það hvort stúlkan vilji yfir höfuð fara úr honum, því enginn vill vera sleginn utanundir..er það nokkuð?

Þetta er brjóstahaldari....ógnvekjandi fyrirbæri, ekki satt?
Hann er ætlaður til að halda uppi brjóstum dömunnar sem eru yfirleitt tvö..og stelpum finnst oft lítið kynæsandi við þennan klæðnað þótt sumir strákar blóðroðni við það eitt að minnast á fyrirbærið. Ég mæli með því að þið skoðið fyrirbærið vel áður en losun hans hefst.
Þetta er bakhlið brjóstahaldarans.... Þarna má sjá festingarnar ógurlegu sem allir karlmenn sem ekki eru vanir hræðast. Hlýrarnir tveir eru meinlausir.
Og að lokum skulum við líta aðeins innan í fyrirbærið, en strákar sjá ekki oft þennan part brjóstahaldarans.

Skref #2=Festingarnar
Jæja, þá höldum við áfram fyrir þá sem ekki eru enn búnir að slökkva á tölvunni og hóta skírlífi það sem eftir er.

Nú skulum við líta aðeins á festingarnar en þær eru tvær talsins.
Festing númer eitt, eða vinstri festingin er ekki jafn mikilvæg og festing númer tvö en þjónar nú samt einhverjum tilgangi. Á henni eru þrjár krækjur sem festing númer tvö krækist í og fer algerlega eftir dömunni hvaða festingu hún kýs að nota, en festingarnar ráða þrengd brjóstarhaldarans yfir bakið. Það ætti þó ekki að velda neinum vandræðum ef daman velur festingu 2 frekar en 3 og svo framvegis.

Festing númer tvö lítur svona út. Á henni eru tvær krækjur sem krækjast í eina af 3 krækjum á festingu 1..flókið?
Festing númer tvö þjónar þeim tilgangi að festa brjóstahaldarann og þetta er sú festing sem strákar óttast mest..því ekki allir geta losað hana frá númer 1, en við erum eimmit hér til þess að sigrast á þessu vandamáli..ekki satt?

Skref #3=að losa brjóstarhaldarann
Jæja þá er loksins komið að því..þið sem enn eruð að fylgjast með.

Svona lítur brjóstahaldarinn út þegar festing 1 og 2 koma saman..nú hlýtur blóðþrýstingurinn að hækka allverulega.

Andið einu sinni inn og út, djúpt og slakið alveg 100% á..þetta er ekkert mál!

Ókei..takið með þumalfingri og vísifingri vinstri handar um festingu eitt og gerið það sama með hægri hendi um festingu 2. Haldið fast, en ekki of fast!
Hægri höndin þjónar miklum tilgangi hérna þannig að það er eins gott að hafa hana í lagi!

Nú er komið að því!

Ýtið festingu nr.2 til vinstri, en ekki of fast alveg þangað til að þið erum komnir nógu lang út fyrir festingu númer tvö og þá ættu festingarnar báðar að vera lausar...ef ekki eruð þið aumingjar allir með tölu!

Og svona lítur hann út þegar verkið er fullkomnað!

Ég mæli með að eftir námskeiðið skulu karlmenn þeir sem það sóttu æfa sig reglulega í mánuð til að ná upp þeirri færni sem þeir þarfnast fyrir komandi átök!

Svo óska ég öllum góðrar skemmtunar og þakka gott hljóð!

www.hrebbna.tk
-gerir lífið skemmtilegra-