Að losa brjóstahaldara 103
Undanfarið hafa gestir og gangandi komið til mín og beðið mig um að halda þetta námskeið sem og annað sem er í vinnslu; Að binda bindi 103 en það mun birtast hér á síðunni á næstu vikum, enda árshátíðirnar að fara að skella á. Mér fannst töluvert mikilvægara að reyna að leggja mitt af mörkum á tölvutæku formi og gera tilraun til að kenna karlpeningum að losa brjóstahaldara án þess að þurfa á hjálp neyðarlínunnar að halda.
Og þá hefst kennslan....
Skref #1=Kynning
Það fyrsta sem ber að huga að þegar brjóstahaldari er losaður strákar er að ganga úr skugga um það hvort stúlkan vilji yfir höfuð fara úr honum, því enginn vill vera sleginn utanundir..er það nokkuð?
Þetta er brjóstahaldari....ógnvekjandi fyrirbæri, ekki satt?
Hann er ætlaður til að halda uppi brjóstum dömunnar sem eru yfirleitt tvö..og stelpum finnst oft lítið kynæsandi við þennan klæðnað þótt sumir strákar blóðroðni við það eitt að minnast á fyrirbærið. Ég mæli með því að þið skoðið fyrirbærið vel áður en losun hans hefst.
Þetta er bakhlið brjóstahaldarans.... Þarna má sjá festingarnar ógurlegu sem allir karlmenn sem ekki eru vanir hræðast. Hlýrarnir tveir eru meinlausir.
Og að lokum skulum við líta aðeins innan í fyrirbærið, en strákar sjá ekki oft þennan part brjóstahaldarans.
Skref #2=Festingarnar
Jæja, þá höldum við áfram fyrir þá sem ekki eru enn búnir að slökkva á tölvunni og hóta skírlífi það sem eftir er.
Nú skulum við líta aðeins á festingarnar en þær eru tvær talsins.
Festing númer eitt, eða vinstri festingin er ekki jafn mikilvæg og festing númer tvö en þjónar nú samt einhverjum tilgangi. Á henni eru þrjár krækjur sem festing númer tvö krækist í og fer algerlega eftir dömunni hvaða festingu hún kýs að nota, en festingarnar ráða þrengd brjóstarhaldarans yfir bakið. Það ætti þó ekki að velda neinum vandræðum ef daman velur festingu 2 frekar en 3 og svo framvegis.
Festing númer tvö lítur svona út. Á henni eru tvær krækjur sem krækjast í eina af 3 krækjum á festingu 1..flókið?
Festing númer tvö þjónar þeim tilgangi að festa brjóstahaldarann og þetta er sú festing sem strákar óttast mest..því ekki allir geta losað hana frá númer 1, en við erum eimmit hér til þess að sigrast á þessu vandamáli..ekki satt?
Skref #3=að losa brjóstarhaldarann
Jæja þá er loksins komið að því..þið sem enn eruð að fylgjast með.
Svona lítur brjóstahaldarinn út þegar festing 1 og 2 koma saman..nú hlýtur blóðþrýstingurinn að hækka allverulega.
Andið einu sinni inn og út, djúpt og slakið alveg 100% á..þetta er ekkert mál!
Ókei..takið með þumalfingri og vísifingri vinstri handar um festingu eitt og gerið það sama með hægri hendi um festingu 2. Haldið fast, en ekki of fast!
Hægri höndin þjónar miklum tilgangi hérna þannig að það er eins gott að hafa hana í lagi!
Nú er komið að því!
Ýtið festingu nr.2 til vinstri, en ekki of fast alveg þangað til að þið erum komnir nógu lang út fyrir festingu númer tvö og þá ættu festingarnar báðar að vera lausar...ef ekki eruð þið aumingjar allir með tölu!
Og svona lítur hann út þegar verkið er fullkomnað!
Ég mæli með að eftir námskeiðið skulu karlmenn þeir sem það sóttu æfa sig reglulega í mánuð til að ná upp þeirri færni sem þeir þarfnast fyrir komandi átök!
Svo óska ég öllum góðrar skemmtunar og þakka gott hljóð!
www.hrebbna.tk
-gerir lífið skemmtilegra-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli