mánudagur, febrúar 21

Hádegishlé

Eftir að hafa skrapað saman hundraðkrónum með erfiði fór undirrituð beinustu leið í matsal FG og keypti sér einn súpudisk. Glöð í bragði og svöng mjög gekk hún að sínum venjulega stað þar sem vinir og vandamenn sitja og hugðist borða súpuna af bestu lyst.

Fyrsta skeiðin fór upp í munninn og hungrið minnkaði til muna.

Eftir tvær eða þrjár skeiðar í viðbót og almennar hádegisvangaveltur átta ég mig á því að kvennmannsrödd yfirgnæfir allar mínar hugsanir. Röddin kom frá næstu hæð.

Þegar ég fer að hlusta betur heyri ég að konan talar um aumingjans börnin í Afríku sem fá aldrei neitt að borða og predikar yfir saklausum framhaldsskólanemendum sem geta lítið gert í þessu vandamáli..enda blankir námsmenn.

Loksins þagnar konan og ég held ótrauð áfram að snæða mína súpu og allt í einu heyri ég röddina sem var áðan á hæðinni fyrir ofan koma til mín og spyrja kurteisislega hvort hún megi kynna "tilfinningakortið" sem hjálparstarf kirkjunnar var að gefa út.
Að sjálfsögðu sá ég ekkert því til andstöðu að leyfa konunni að æla ræðunni út úr sér en þegar á leið á ræðuna fór sjálfsmat mitt, matarlyst og almennt álit á heiminum snarlækkandi.

"Áttaru þig á því að fyrir þessar hundraðkrónur sem þú varst að kaupa súpu fyrir gætir þú gefið barni í Afríku vatn í tvær vikur"...ég rankaði við mér og ýtti súpudisknum til hliðar og sárskammaðist mín. "Fyrir aðeins 1130 krónur(skyndibitamáltíð fyrir tvo samkv. konunni) getur þú leyft einu barni í Afríku að ganga í skóla í heilann mánuð, gefið því bækur og föt".....ég ýtti Trópíinum frá mér og vatnsglasinu sem ég átti ekki en var á borðinu. Konan fór og eftir sat ég með skömmina í hattinum.

Eftir þennann fyrirlestur held ég að ég muni ekki borða framar því alltaf fer ég að reikna út hversu mörgum Afríkubörnum ég geti hjálpað í staðinn fyrir að kaupa mér...sjálfselskum íslendingi sem hefur það gott, að borða. Það sem kom mér þó mest á óvart var að eftir hverja predikun um að ég væri ömurlegur þjóðfélagsþegn því ég gæfi ekkert til hjálparstarfs heldur eyddi hverri krónu í mat og annað sagði hún; "en endilega njóttu þess að kaupa McDonalds, þú nýtur forréttinda". SAMT var hún að ýja að því að ég ætti að sleppa því algjörlega að borða sjálf og gefa börnunum í Afríku að borða í staðinn.

Nú sit ég eftir með kaldann súpudisk sem ég hef ekki áhuga á að snerta og er sársvöng.

www.hrebbna.tk
-svengd er ekki góð tilfinning-

Engin ummæli: