sunnudagur, desember 18

Pósturinn-allur pakkinn

Undanfarin ár hef ég velt því fyrir mér hvers vegna allir heimilismeðlimir mínir fá send jólakort í tugatali, en ekkert af þeim virðist ætlað mér.

Síðustu ár hef ég sætt mig við stöðu mála, en nú er nóg komið!

Einhver af öllum mínum vinum hlýtur að senda mér jólakort og af undarlegum ástæðum virðist ég aldrei fá þau í hendurnar(inn um lúguna).

Ég hef hugsað um nokkrar ástæður sem rekja má til þess að ég fái engin jólakort:

1. Einhver af 3. alnöfnum mínum fær kortin mín, opnar þau og heldur að sendandinn
gömul skólasystir/bróðir sem hún er löngu búin að gleyma og á milli þeirra hefur
skapast misskilningshringur jólakorta sem verður ekki leystur nema með minni
aðstoð.

2. Bréfberinn í götunni minni hefur eitthvað á móti mér og hefur ákveðið að nota
jólakortin sem ég fæ send sem kyndingu í arninum sínum

3. Jólakortin mín eru send á gamla heimilsfangið mitt( sem er mjög ólíklegt þar sem
við fluttum fyrir 3. árum) og þar á bæ finnur fólk sig ekki knúið til að skila þeim

Nú vil ég að þið, kæru lesendur hjálpið mér við að finna lausn á gangi mála..því ekki trúi ég að enginn vilji senda mér jólakort! Hvert er jólaandinn eiginlega farinn? Í jólaköttinn?

Ég mun bíða spennt við bréfalúguna fram að jólum milli þess sem ég vinn og sef

www.hrebbna.tk
-í jólakettinum-

fimmtudagur, desember 8

Staður og stund


Stúlka situr við borð og les um enska litterasjón,Robert Burns og Oscar Wilde.
Missir skyndilega sjónina og viljann til þess að læra og lætur hugann reika.

Er stödd á kaffihúsi í góðra vina hópi með ölglas í hendi og hlær

Rankar við sér þegar bókasafnsvörðurinn bankar í bak hennar og býður henni súkkulaði

Mikið ofboðslega hlakka ég til að vera búin í prófum!

www.hrebbna.tk
-í prófum-