Leoncie
...er manneskja sem lætur sko ekki vaða yfir sig.
En segið mér kæru lesendur, eruði ekki orðnir þreyttir á röflinu í henni um að allir séu að mismuna henni eingöngu vegna kynþáttar hennar..sem er hver ef ég má spyrja.
Fyrir stuttu vildi hún láta kalla sig: "The Indian princess", en hver heilvita maður trúði eiginlega að hún væri Indversk. Svo þegar hún loksins fékk spegil í jólagjöf sá hún að hún var í raun ekki Indversk og breytti þar með nafni sínu. Svo virðist sem bókstaflega allir séu á móti henni.
Í grein sem birt er í DV í dag kemur fram að háttvirtir Spaugstofumeðlimir hafi stolið lagi hennar Ást á pöbbum og sakar hún þá um kynþáttamisrétti o.s.frv. Ég spyr: hvar í ósköpunum kemur það fram að þeir hafi gert þetta út af kynþætti hennar?
Þetta er ekki eina málið heldur hefur hún oft skýlt sér bakvið það að eitthvað hafi verið gert henni af því að hún er frá asíu eða tælandi.
Ekki sér maður Birgittu Haukdal grenja í Fréttablaðinuút af því að einhverjir voru að gera grín að henni, og segja að það sé vegna þess að hún sé frá Húsavík!
Þetta er farið að verða pínkuponsulítið pirrandi mín kæra Leoncie
þriðjudagur, janúar 27
Enn eitt félagið
Já, mér finnst alltaf svo gaman að búa til ný félög og hef ég, ásamt henni elskulegu Önnu Lilju stofnað félag sem er á móti þeim hópi sem setur á sig of mikið af ilmefnum(ilmvatni,rakspíra).
Skráning eins og vanalega í commentin
Já, mér finnst alltaf svo gaman að búa til ný félög og hef ég, ásamt henni elskulegu Önnu Lilju stofnað félag sem er á móti þeim hópi sem setur á sig of mikið af ilmefnum(ilmvatni,rakspíra).
Skráning eins og vanalega í commentin
sunnudagur, janúar 25
Í sóttkví
Í dag blogga ég hér úr sóttkví sem er staðsett fyrir framan hús mitt á Álftanesinu.
Ástæðan fyrir dvöl minni í sóttkví þessari er eldamennska móður minnar.
Ég kom heim, sakleysið uppmálað úr vinnu og við tekur þessi stækja sem ég umbar ekki og féll strax í yfirlið.
Samviskusömum nágrönnum sem horfðu að vesalinginn falla niður datt ekki í hug að hringja í 112, þannig að þarna lá ég viti mínu fjær þangað til að ég loksins náði fullri meðvitund aftur.
Þegar ég loksins var búin að safna kjarki til að voga mér inn í eldhúsið tóku við mér sviðakjammar og hákarlabitar. Lyktin var óbærileg.
Tók ég upp næstu símaskrá og hringdi eitt símtal og innan fimm mínútna var komin sóttkví fyrir utan hús mitt og þar er ég nú.
Dvöl minni í sóttkví þessari mun ljúka á sama tíma og þorrinn svo að heimsóknir eru vel þegnar kæru lesendur.
Með kveðju
Hrebbna á móti þorra
af þessu bloggi má draga þá ályktun að sá sem það skrifaði er ekki par hrifinn af þorranum. Ef þú lesandi góður hefur ekki uppgötvað það ertu fífl
Í dag blogga ég hér úr sóttkví sem er staðsett fyrir framan hús mitt á Álftanesinu.
Ástæðan fyrir dvöl minni í sóttkví þessari er eldamennska móður minnar.
Ég kom heim, sakleysið uppmálað úr vinnu og við tekur þessi stækja sem ég umbar ekki og féll strax í yfirlið.
Samviskusömum nágrönnum sem horfðu að vesalinginn falla niður datt ekki í hug að hringja í 112, þannig að þarna lá ég viti mínu fjær þangað til að ég loksins náði fullri meðvitund aftur.
Þegar ég loksins var búin að safna kjarki til að voga mér inn í eldhúsið tóku við mér sviðakjammar og hákarlabitar. Lyktin var óbærileg.
Tók ég upp næstu símaskrá og hringdi eitt símtal og innan fimm mínútna var komin sóttkví fyrir utan hús mitt og þar er ég nú.
Dvöl minni í sóttkví þessari mun ljúka á sama tíma og þorrinn svo að heimsóknir eru vel þegnar kæru lesendur.
Með kveðju
Hrebbna á móti þorra
af þessu bloggi má draga þá ályktun að sá sem það skrifaði er ekki par hrifinn af þorranum. Ef þú lesandi góður hefur ekki uppgötvað það ertu fífl
miðvikudagur, janúar 21
Pistill Freknuverndarafélagsins
Við tvær(Kristín og Elísa Hildurvorum orðnar frekar þreyttar og pirraðar á fólki sem dissar freknur.
Við ákváðum því að stofna þetta freknuverndarafélag, því allir vita nú að freknur eru hraustleikamerki!
Þetta félag ætlar að byggja upp freknustofninn á Íslandi. Hægt er að sækja um aðild hér að neðan í commentakerfinu snjalla.(aðeins fyrir heilsársfreknur, Heiða og Lísa:; ekki þýðir að fara í LJÓS)
Smá punktar um félagið:
#Þema lag félagsins er Bohemian Rhapsody með Queen.
#Markmið okkar er að gera freknur að alheims tískufyrirbæri
Við viljum þakka Hrebbnu fyrir stuðninginn með því að leyfa okkur að skrifa á síðuna.
Viva freknur-pís át
p.s: við styðjum líka rauðhærða og fólk með teina
Freknuverndarafélagið
Við tvær(Kristín og Elísa Hildurvorum orðnar frekar þreyttar og pirraðar á fólki sem dissar freknur.
Við ákváðum því að stofna þetta freknuverndarafélag, því allir vita nú að freknur eru hraustleikamerki!
Þetta félag ætlar að byggja upp freknustofninn á Íslandi. Hægt er að sækja um aðild hér að neðan í commentakerfinu snjalla.(aðeins fyrir heilsársfreknur, Heiða og Lísa:; ekki þýðir að fara í LJÓS)
Smá punktar um félagið:
#Þema lag félagsins er Bohemian Rhapsody með Queen.
#Markmið okkar er að gera freknur að alheims tískufyrirbæri
Við viljum þakka Hrebbnu fyrir stuðninginn með því að leyfa okkur að skrifa á síðuna.
Viva freknur-pís át
p.s: við styðjum líka rauðhærða og fólk með teina
Freknuverndarafélagið
föstudagur, janúar 16
Thad tilkynnist her med ad nyir medlimir, "freknuverndarafelagid" munu skrifa pistil af og til her a siduna. Velkomin i hopinn freknufes.
SMSblogg sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
SMSblogg sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Viðbætur í bloggheima
Að undanförnu hef ég kvartað og kveinað í vinum mínum hversu fáir af þeim blogga, en eitthvað virðist nú vera að breytast í þeim málum.
Ég vil kynna tvo nýja bloggara:
Begga: Frábær stelpa í alla staði, verst að hún býr nú á Akranesi, en ekki örvænta því að framkvæmdir eru hafnar á mannráni til að fá hana aftur í bæinn.
Heiða: Heiða er mögnuð stelpa sem ég kynntist í gegnum Kristínu, en fyrst hélt ég að hún væri rosalega feimin, en eftir partý ársins (afmæli Elísu og Höllu) kynntist ég henni í raun og veru og hún er alveg mögnuð!
Velkomnar í bloggheima stelpur og megiði blogga vel og lengi
Að undanförnu hef ég kvartað og kveinað í vinum mínum hversu fáir af þeim blogga, en eitthvað virðist nú vera að breytast í þeim málum.
Ég vil kynna tvo nýja bloggara:
Begga: Frábær stelpa í alla staði, verst að hún býr nú á Akranesi, en ekki örvænta því að framkvæmdir eru hafnar á mannráni til að fá hana aftur í bæinn.
Heiða: Heiða er mögnuð stelpa sem ég kynntist í gegnum Kristínu, en fyrst hélt ég að hún væri rosalega feimin, en eftir partý ársins (afmæli Elísu og Höllu) kynntist ég henni í raun og veru og hún er alveg mögnuð!
Velkomnar í bloggheima stelpur og megiði blogga vel og lengi
fimmtudagur, janúar 15
Tilkynning:
Kæru vinir og samfarendur.
Það tilkynnist með trega í hjarta að Frú Matsala(A.K.A. Frú Húsvörður) hefur blekkt okkur enn einu sinni.
Eftir að hafa fagnað sigri(smb:) forðum daga grátum við nú krókódílatárum af mæði.
Herferð gegn Frú M+H verður skipulögð á næstu dögum.
Skráning í hópa er hafin, og munið að sjúkrakostnaður er ekki innifalinn.
Hrebbnan
Kæru vinir og samfarendur.
Það tilkynnist með trega í hjarta að Frú Matsala(A.K.A. Frú Húsvörður) hefur blekkt okkur enn einu sinni.
Eftir að hafa fagnað sigri(smb:) forðum daga grátum við nú krókódílatárum af mæði.
Herferð gegn Frú M+H verður skipulögð á næstu dögum.
Skráning í hópa er hafin, og munið að sjúkrakostnaður er ekki innifalinn.
Hrebbnan
sunnudagur, janúar 11
Af veikindum
Það var fimmtudagur.
Ég vaknaði, hress og kát að ég hélt og ætlaði að gera mig klára fyrir enn einn sólskynsdag í lífi mínu.
Þegar ég ætlaði að taka undir með fuglum landsins syngja morgunsönginn góða brá mér heldur betur í brún; ég var raddlaus.
Ég sem hef aldrei áður verið raddlaus sá líf mitt þjóta hratt hjá(sá m.a. mína eigin jarðarför). Raddleysið gat ekki átt sér stað á betri tíma einkum vegna þess að sama dag áttu að hefjast æfingar á leikritunum 2 sem ég leik í, og mín bara raddlaus.
Ég æjaði og veinaði, hljóp upp í næsta apótek, reif í bindið á apótekaranum og bað hann vinsamlegast að selja mér eitthvað raddsterkt meðal svo að ég mundi nú eignast rödd á ný.
Eftir þriggja daga bið hef ég endurheimt rödd mína að fullu, og þakka ég apótekinu við Garðartorg,Gbæ ekki fyrir hjálpina heldur Apótekinu,Kringlunni.
Það var fimmtudagur.
Ég vaknaði, hress og kát að ég hélt og ætlaði að gera mig klára fyrir enn einn sólskynsdag í lífi mínu.
Þegar ég ætlaði að taka undir með fuglum landsins syngja morgunsönginn góða brá mér heldur betur í brún; ég var raddlaus.
Ég sem hef aldrei áður verið raddlaus sá líf mitt þjóta hratt hjá(sá m.a. mína eigin jarðarför). Raddleysið gat ekki átt sér stað á betri tíma einkum vegna þess að sama dag áttu að hefjast æfingar á leikritunum 2 sem ég leik í, og mín bara raddlaus.
Ég æjaði og veinaði, hljóp upp í næsta apótek, reif í bindið á apótekaranum og bað hann vinsamlegast að selja mér eitthvað raddsterkt meðal svo að ég mundi nú eignast rödd á ný.
Eftir þriggja daga bið hef ég endurheimt rödd mína að fullu, og þakka ég apótekinu við Garðartorg,Gbæ ekki fyrir hjálpina heldur Apótekinu,Kringlunni.
laugardagur, janúar 3
Á lyfjum
Ég vil biðja lesendur afsökunar ef blogg þetta reynist hrátt og leiðinlegt, ég er nefnilega á róandi.
Orsök lyfjatöku minnar eru jólin.
Eftir að hafa loksins lokið við prófin ákvað ég að taka að mér vinnu í Hagkaup,Kringlunni..en vissi ekki að allt ætti eftir að enda í tómri vitleysu.
Eftir að vísakort landans höfðu verið útstraujuð og peningar orðnir þunnir af ofnotkun var minni ekki um set að hugleiða hversu Íslendingar eru nú brjálaðir.
Allt var keypt sem hægt var að kaupa, og það munaði ekki miklu að það hæfist uppboð á forláta heftara sem ég hafði í fórum mínum á kassanum, einfaldlega vegna þess að hann var sá eini sem var eftir í búðinni.
Þann 24.des fór ég til læknis og fékk lyfseðilsskyld róandi lyf, og hélt að mér færi nú að batna af jólastressinu sem kaupóðir landar hefðu smitað mig af.
Dagarnir liðu og allt virtist vera að fara á góðann veg, eða þangað til að útsala Hagkaupa byrjaði í gær, föstudag.
Þá gersamlega hrundi ég saman, gleypti heilt glas af róandi og drakk heila vodkaflösku með.
Fólk stóð í svitagallanum á útsölunni, og var virkilega að kaupa allar vörur einfaldlega vegna þess að þær voru á útsölu.
Í einu horninu sá ég móðir af nesinu, með varamenn ef einhver af hennar "útsöluliði" skyldi nú falla úr keppni, verða þreyttur eða hreinlega missa vitið.
Þarna voru mæðurnar sem ekkert fengu í jólagjöf nema vonlaus náttföt að skipta þeim yfir í nýjustu Lindu.P. bókina, feður sem vildu bara vera með, enda skiptir ekki öllu máli að vinna á útsölum, heldur bara að vera með, ikke?
Eftir þetta var ég lögð inn á Klepp,hraðferð og má mig finna þar á stofu 666.
En vinsamlegast ekki mæta með Hagkaupspoka, því að ég ræðst á hann eins og naut á rautt klæði.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Hrebbna
Ég vil biðja lesendur afsökunar ef blogg þetta reynist hrátt og leiðinlegt, ég er nefnilega á róandi.
Orsök lyfjatöku minnar eru jólin.
Eftir að hafa loksins lokið við prófin ákvað ég að taka að mér vinnu í Hagkaup,Kringlunni..en vissi ekki að allt ætti eftir að enda í tómri vitleysu.
Eftir að vísakort landans höfðu verið útstraujuð og peningar orðnir þunnir af ofnotkun var minni ekki um set að hugleiða hversu Íslendingar eru nú brjálaðir.
Allt var keypt sem hægt var að kaupa, og það munaði ekki miklu að það hæfist uppboð á forláta heftara sem ég hafði í fórum mínum á kassanum, einfaldlega vegna þess að hann var sá eini sem var eftir í búðinni.
Þann 24.des fór ég til læknis og fékk lyfseðilsskyld róandi lyf, og hélt að mér færi nú að batna af jólastressinu sem kaupóðir landar hefðu smitað mig af.
Dagarnir liðu og allt virtist vera að fara á góðann veg, eða þangað til að útsala Hagkaupa byrjaði í gær, föstudag.
Þá gersamlega hrundi ég saman, gleypti heilt glas af róandi og drakk heila vodkaflösku með.
Fólk stóð í svitagallanum á útsölunni, og var virkilega að kaupa allar vörur einfaldlega vegna þess að þær voru á útsölu.
Í einu horninu sá ég móðir af nesinu, með varamenn ef einhver af hennar "útsöluliði" skyldi nú falla úr keppni, verða þreyttur eða hreinlega missa vitið.
Þarna voru mæðurnar sem ekkert fengu í jólagjöf nema vonlaus náttföt að skipta þeim yfir í nýjustu Lindu.P. bókina, feður sem vildu bara vera með, enda skiptir ekki öllu máli að vinna á útsölum, heldur bara að vera með, ikke?
Eftir þetta var ég lögð inn á Klepp,hraðferð og má mig finna þar á stofu 666.
En vinsamlegast ekki mæta með Hagkaupspoka, því að ég ræðst á hann eins og naut á rautt klæði.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Hrebbna