Í sóttkví
Í dag blogga ég hér úr sóttkví sem er staðsett fyrir framan hús mitt á Álftanesinu.
Ástæðan fyrir dvöl minni í sóttkví þessari er eldamennska móður minnar.
Ég kom heim, sakleysið uppmálað úr vinnu og við tekur þessi stækja sem ég umbar ekki og féll strax í yfirlið.
Samviskusömum nágrönnum sem horfðu að vesalinginn falla niður datt ekki í hug að hringja í 112, þannig að þarna lá ég viti mínu fjær þangað til að ég loksins náði fullri meðvitund aftur.
Þegar ég loksins var búin að safna kjarki til að voga mér inn í eldhúsið tóku við mér sviðakjammar og hákarlabitar. Lyktin var óbærileg.
Tók ég upp næstu símaskrá og hringdi eitt símtal og innan fimm mínútna var komin sóttkví fyrir utan hús mitt og þar er ég nú.
Dvöl minni í sóttkví þessari mun ljúka á sama tíma og þorrinn svo að heimsóknir eru vel þegnar kæru lesendur.
Með kveðju
Hrebbna á móti þorra
af þessu bloggi má draga þá ályktun að sá sem það skrifaði er ekki par hrifinn af þorranum. Ef þú lesandi góður hefur ekki uppgötvað það ertu fífl
Engin ummæli:
Skrifa ummæli