laugardagur, janúar 3

Á lyfjum
Ég vil biðja lesendur afsökunar ef blogg þetta reynist hrátt og leiðinlegt, ég er nefnilega á róandi.

Orsök lyfjatöku minnar eru jólin.

Eftir að hafa loksins lokið við prófin ákvað ég að taka að mér vinnu í Hagkaup,Kringlunni..en vissi ekki að allt ætti eftir að enda í tómri vitleysu.

Eftir að vísakort landans höfðu verið útstraujuð og peningar orðnir þunnir af ofnotkun var minni ekki um set að hugleiða hversu Íslendingar eru nú brjálaðir.
Allt var keypt sem hægt var að kaupa, og það munaði ekki miklu að það hæfist uppboð á forláta heftara sem ég hafði í fórum mínum á kassanum, einfaldlega vegna þess að hann var sá eini sem var eftir í búðinni.

Þann 24.des fór ég til læknis og fékk lyfseðilsskyld róandi lyf, og hélt að mér færi nú að batna af jólastressinu sem kaupóðir landar hefðu smitað mig af.

Dagarnir liðu og allt virtist vera að fara á góðann veg, eða þangað til að útsala Hagkaupa byrjaði í gær, föstudag.

Þá gersamlega hrundi ég saman, gleypti heilt glas af róandi og drakk heila vodkaflösku með.
Fólk stóð í svitagallanum á útsölunni, og var virkilega að kaupa allar vörur einfaldlega vegna þess að þær voru á útsölu.
Í einu horninu sá ég móðir af nesinu, með varamenn ef einhver af hennar "útsöluliði" skyldi nú falla úr keppni, verða þreyttur eða hreinlega missa vitið.
Þarna voru mæðurnar sem ekkert fengu í jólagjöf nema vonlaus náttföt að skipta þeim yfir í nýjustu Lindu.P. bókina, feður sem vildu bara vera með, enda skiptir ekki öllu máli að vinna á útsölum, heldur bara að vera með, ikke?

Eftir þetta var ég lögð inn á Klepp,hraðferð og má mig finna þar á stofu 666.
En vinsamlegast ekki mæta með Hagkaupspoka, því að ég ræðst á hann eins og naut á rautt klæði.

Blóm og kransar afþakkaðir.
Hrebbna

Engin ummæli: