sunnudagur, janúar 11

Af veikindum
Það var fimmtudagur.
Ég vaknaði, hress og kát að ég hélt og ætlaði að gera mig klára fyrir enn einn sólskynsdag í lífi mínu.
Þegar ég ætlaði að taka undir með fuglum landsins syngja morgunsönginn góða brá mér heldur betur í brún; ég var raddlaus.
Ég sem hef aldrei áður verið raddlaus sá líf mitt þjóta hratt hjá(sá m.a. mína eigin jarðarför). Raddleysið gat ekki átt sér stað á betri tíma einkum vegna þess að sama dag áttu að hefjast æfingar á leikritunum 2 sem ég leik í, og mín bara raddlaus.

Ég æjaði og veinaði, hljóp upp í næsta apótek, reif í bindið á apótekaranum og bað hann vinsamlegast að selja mér eitthvað raddsterkt meðal svo að ég mundi nú eignast rödd á ný.

Eftir þriggja daga bið hef ég endurheimt rödd mína að fullu, og þakka ég apótekinu við Garðartorg,Gbæ ekki fyrir hjálpina heldur Apótekinu,Kringlunni.





Engin ummæli: