fimmtudagur, maí 29

::::ég hef komist að þeirri niðurstöðu að skyndiákvarðanir eru þær sem lofa alltaf góðri skemmtun...
Dagurinn í gær var by the book.. hann var frábær fannst mér.
Við byrjuðum á því; ég,inga,vigga og agga að sitja í góða veðrinu á Austurvelli eins og við gerum gjarnan í góðu veðri og töluðum um heima og geima.
Eftir það var svo farið á hið margumtalaða Leikhússport , þar sem var húsfyllir.. eða meira svona hústæmir.
Synd hvað það mættu fáir, því þetta var alveg hreint magnaður klukkutími og vil ég hér með óska Ofleik til hamingju með frábæran leikhóp og liðið sem sigraði var margnað og bar hreint af frá byrjunar mínútu þegar fyrirliðinn stundi og sýndi bert hold.. gamangaman.

Eftir þessa miklu skemmtun vorum við í hreinustu vandræðum.. hvað í ósköpunum var hægt að gera á miðvikudagskvöldi?
Þá fengum við símtal frá afþreyjingarguðinum.. FM SUMARDJAMM Á BROADWAY
Við skelltum okkur þangað og var það fínt.. hefði samt mátt vera minna af svona píkum í skærum bolum og þannig.. æ þið vitið hvað ég meina. Heimkoma var kl 03:00, en fór ég ekki að sofa fyrr en 06:00:01

En í dag fór ég á tónleika hjá kór Menntaskólans við Hamrahlíð og voru umræddir tónleikar þeir mögnuðustu sem ég hef farið á. Kórstjórnandinn var stórskemmtileg og sönggleðin skein af krökkunum. Svona stundir gera mann sannfærðan um það að sumarið eigi eftir að vera sólbjart og fagurt.
Eftir það var enn skundað á Austurvöll , en nú með gítar í hönd og var spilað og sungið fyrir gesti og gangandi.. eða meira svona sitjandi.
Á þessu spileríi græddum við heilar 20 krónur og munu þær hiklaust renna óskiptar í sjóð ungra götutónlistamanna á Álftanesi.
En svona áður en ég sofna(er svakalega þreytt eftir nóttina) og slefa á lyklaborðið og skemmi það þá segji ég góða nótt.. og komið í friði.

þriðjudagur, maí 27

Í þá gömlu góðu daga
Mig langar að deila með ykkur sögu.
Þessi saga fjallar um 3 ungar meyjar, Viggu, Ingu og Mig, Hrefnu.
Þegar við vorum í 7unda bekk fannst okkur ekkert magnaðra en leikarar og leikhús. Ef við sáum leikara úti á götu féllum við í stafi og duttum í drulluna af hrifningu.
Á þessum tímum var svokallað Leikhússport alltaf í Iðnó á mánudögum kl:20:00.
Þessi keppni í Leikhússporti var kennd við Fresca og hét hún Fresca bikarinn.
Við bókstaflega lifðum fyrir þetta og borguðum okkur inn á hvert einasta kvöld sem voru um átta talsins.. sem sagt 8000 kall.
Alltaf vorum við með Fresca í hönd, þótt engin af okkur drykki þennan viðbjóð sem okkur fannst þá.
Við sátum alltaf í fremstu röð í salnum, sama þótt það kostaði að mæta kl 18:30 til að bíða í andyrinu á Iðnó.

Þessi keppni snérist um spuna, að spinna leikþátt o.s.frv og voru alltaf tvö lið að keppa á móti hvoru öðru og eitt liðið bar sigur úr býtum og hitt liðið fór heim með sárt enni.
Ef minni mitt bregst mér ekki þá skörtuðu tvö úrslitaliðin þessum leikurum..
lið nr1:Linda Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Gunnar Hansson og Sveinn Þórir Geirsson og
lið nr2:Bergur Þór Ingólfsson, Árni Pétur Guðjónsson, Stefán Jónsson og Halldóra Geirharðsdóttir.
Auðvitað héldum við með liði nr1, því þar var okkar kona, Linda sem kenndi okkur leiklist á þessum tímapunkti.
Eftir á var alltaf siður hjá okkur að fara bakvið Iðnó þar sem leikararnir kældu sig gjarnan niður með opna hurð og spjalla við þá.. jafnvel fá eina eiginhandaráritun eða svo.. og okkur var alltaf vel tekið.

Ég sakna þessa gömlu góðu daga.

En í morgun er ég leit í Morgunblaðið sá ég viðtal við Jón Gunnar Þórðarson sem var að fjalla um góðverk sem leikhópurinn Ofleikur gerði fyrir Perluna, leikhóp fatlaðra.
Þar var tilkynning um að Ofleikur ætlaði að vera með leikhússport í Iðnó annað kvöld kl 20:00 og yljaði mér um hjartarætur og hef ég varla hlakkað jafn mikið til á minni 17 ára ævi. Þó ekki sé um atvinnuleikara að ræða eru þetta góðkunnigjar okkar og við hlökkum mikið til að fara.

Ps.. ef þið sjáið þrjár ungar meyjar um kl 18:30 við Iðnó, vinsamlegast klappið þeim á bakið og hrósið þeim í hástafa.. þær hafa þörf á því greyjin.

sunnudagur, maí 25

Whadde hadde dudde da!
Já, í gærkveldi var Eurovision.. vonbrigði ársins.
Ísland var fyrst á svið og fannst mér, sem er ekki svo mikill Birgittu Haukdal fan hún alveg ólýsanlega góð.
Ég var alveg viss um að við yrðum í topp 5.. en brugðust þær vonir mér..
Fyrir utan okkar lag fannst mér norski strákurinn Jostein Hasselgård með lagið I’m Not Afraid To Move On alveg frábær.
Einnig vakti Austuríska lagið Man is the measure of all things mikla lukku heima hjá Bíbí, en Alf Poier var alveg sprenghlægilegur þegar hann flutti lag um menn og dýr. Alf er svona Jón Gnarr þeirra Austurríkismanna en hann kom fram með m.a. mömmu sinni á sviðinu í Riga.
Tyrkneska lagið sem vann var alveg hörmung, söngkonan var rammfölsk, dansararnir stirðir og tel ég að flestir sem hafi greitt því lagi atkvæði hafi ýtt á vitlausan takka á símanum sínum og ýtt á töluna 4 í stað 1.. ég fer ekki ofan af því!
En dómnefnd söngvakeppninnar sem skoðar lögin fundar í dag til að athuga hvort lagið Everyway that I can frá Tyrklandi sé stolið.
En ég er stolt af henni Birgittu okkar..já okkar og óska ég henni og ykkur öllum til hamingju með 8-9 sætið!

laugardagur, maí 24

Ungfrú Ísland-Miss Iceland, Eurovison ofl....
Í gærmorgun sá ég fram á bjartan og skemmtilegan dag. Þar sem Elísavar á Hellu allir aðrir of uppteknir eða eitthvað(kannski er ég bara svona leiðinleg..veitekki).. ákvað ég að sitja heima með gamla settinu og taka gamla góða "sit home with your folks".
Kvöldið byrjaði á því að við ákváðum að steikja hamborgara sem er ekki frásögu færandi nema það að ég setti pitusósu á minn blessaða borgara í stað hamborgarasósu og missti matarlystina.
Til að kæta mig settist ég fyrir framan sjónvarpið okkar í gamla rassafarið mitt í sófanum og horfði á endurtekinn FRIENDS þátt síðan á föstudaginn síðasta, og svo aukaþátt um vini.
American Idol var svo næst á dagskrá.. og gladdi það mitt einmana föstudagshjarta að sjá uppáhaldið mitt.. CLAY og bangsann minn RUBEN.
Hins vegar var allt annar handleggur á dagskrá eftir það.. Ungfrú Ísland.
Ég var mjög ánægð með stelpuna sem vann.. en guð minn góður.. hvert er Ísland að stefna? Tinna Alavis var í þriðja sæti en eins og nafnið gefur að kynna er hún af erlendum uppruna og finnst mér persónulega að bara Íslenskar stelpur ættu að fá að taka þátt.. veit ekki með ykkar skoðun.

En í kvöld er EUROVISION.. sem er skemmtilegasta sjónvarpsefni ársins.. fyrir utan að sjálfsögðu áramótaskaupið! Planið er að kíkja í 4 partý og vona ég að stuðið verði ríkjandi!!!!!

miðvikudagur, maí 21

Það jafnast ekkert á við það... að skella sér í gott sólbað
Vá marr.. þetta var frábær dagur.
Ég byrjaði á því að fara í sund með Elísu og Elísu Hildi í Árbæjarlauginni, og verð ég að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í umrædda laug.
Svo vorum við svo svangar eftir að við komum uppúr um kl 4 að við keyptur staðgóðann kl 4 mat og skelltum okkur niður í bæ að hitta Viggu, Hrefnu Sif og Öggu á Kaffibrennslunni.
Eftir um klukkutíma setu þar færðum við okkur um set niður á Austurvöll.
Þar máttu m.a. sjá:

Gaura í hack´y sack
Mömmu að gefa barni sínu ís
Róna að drekka bjór eða eitthvað sull og syngja
Tóma kókdós.. sem einn róninn notaði sem öskubakka síðar
MIG
Sæta stráka
Hressa konu sem ræddi við mig fyrir utan fríkirkjuna meðan ég beið eftir móður minni

Svo var ég boðin í konunglegan málsverð hjá Böddý systur og horfði þar á FEAR FACTOR og missti álitið á þriðjudagsdagskrá Stöðvar 2

*Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að spjallið er komið inn á síðuna.. *eitt stórt klapp*

*Framvegis ætla ég að hafa svona: maður dagsins í hverjum pistli..

Maður dagsins:
.....eru í rauninni tveir.. gaurarnir sem keyrðu við hlið mér og Elísu á Kringlumýrabrautinni.. spes gaurar

sunnudagur, maí 18

Ég er máttug.
Ég hef smitað frá mér.. frá og með deginum í dag er Elísa byrjuð að blogga.

Dagarnir fljúga hjá eins og fiðrildi á gelgjiskeiði. Í gær var miðvikudagur og í dag er kominn sunnudagur.. hvað er í gangi?

Á föstudaginn var lokahóf ROCKY HORROR á Hraunholti, Hafnarfirði og fannst varla edrú maður á staðnum verð ég að segja.
Þó fannst ein kona, en við kjósum að telja hana ekki með. (ÞÚ veist hver þú ert)
Mikið var drukkið og djammað og ruglað.

Einkunnirnar verða afhentar á fimmtudaginn og vá hvað ég kvíði fyrir...
Ég sver.. ef ég fell ekki í stærðfræði þá skal ég gefa einhverjum heppnum lesenda sem skrifar í gestabókina mína 10000 kall!!!!

miðvikudagur, maí 14

Hvers vegna ég
Nú hef ég setið hér á mínum rassi tvo daga í töð í hinu langþráða sumarfríi.
Þegar ég var lítil var gaman að fara í sumarfrí.. sólin skein í heiði og ís var hrærður í ísvélinni í Bárukoti.
Í dag reif ég mig upp og tók gleði mína og arkaði út í sjoppu. Skyndilega fékk ég löngun í ís.
Ég labbaði inn í Bárukot sem brátt heyrir sögunni til og verður Bess-inn og lokaði hurðinni pent á eftir mér eins og stúlku sæmir.
Ég beið eftir Skara sem setti sína góðkunnu bumbu upp á borð og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig.
Ég sagðist vilja fá einn ís í boxi með mikilli sósu.
Mér til mikillar undrunar sagðist hann ekki kveikja á ísvélinni fyrr en 1.júni. Sem sagt, ég hafði farið fýluferð.
Ég reyndi að gera gott úr þessu og keypti mér grænan lurk en það var ekki sama bragðið.

Sumafrí er ekki endilega af hinu góða. Það er engin sól, engir til að fara í snúsnú við og enginn ís.

Ef einhver veit hvert sumarið fór má hann endilega láta mig vita hvar það sé hægt að finna.

sunnudagur, maí 11

Jæja, nú er klukkan 02:44 að nóttu, þó að klukkan að ofan segji annað og mér leiðist. Málið er að þetta er svona laugardagur þar sem allir vinir mínir hópast saman og sitja og nenna ekki neinu. Sniðugt, svona í staðinn fyrir að sitja einn heima og nenna ekki neinu, þá gerum við það öll saman.
En málið var komið út í of mikla afslöppun þannig að meirihlutinn var farinn að dotta þannig að fólk fór bara að tígja sig heim.
Ég kom heim og ætlaði að fara í náttföt og setja friends í.. nei þá eru náttfötin mín(þetta eina par sem ég á) skítug og videotækið bilað.
Ég reyndi að sofna án friends eða annarra sjónvarpsþátta en það virkaði ekki.
Svo að ég kom hingað.

Við vorum að horfa á kosningaslaginn á RÚV og Stöð 2 og gaman var að sjá að ef að stöðirnar voru með útsendingu, ja segjum frá kosningavöku Samfylkingarinnar og það var alveg merkilegt hvað Rúv var mikið á eftir í útsendingu. Samt sniðugt ef maður heyrði ekki eitt orð sem hún Solla var að segja "sigri" sínum til fögnuðar þá skipti maður bara yfir á Rúv og skildi loksins allt.
Svo fannst mér líka áhugavert hvað sumir af fréttamönnunum voru hryllilega stressaðir.
Einn vakti mikla kátínu letiblóðaklúbbsins.
Hann var að tala við einhvern merkilegan mann utan af landi og var svona ekki alveg viss hvað hann átti að segja þannig að hann reddaði þessu bara og sagði.... "uh já við ætlum bara að spyrja hann að því hvort hann sé bjartsýnn á framhaldið" og beindi míkrófóninum að greyjið manninum sem stóð skelkaður fyrir svörum.

Pæling.. mig hefur alltaf langað til að eiga þetta svampkennda dæmi sem er á míkrófónum sem fréttamenn hafa.

miðvikudagur, maí 7

Atvinnuleysi!
Undanfarna daga hefur mamma sí og æ verið að toga í peysuermi mína og spurt mig við hvað ég ætla eiginlega að vinna í sumar.
Kostir.... hmm.. UNGLINGAVINNAN. Ég hef þurft að vinna í þessari blessuðu unglingavinnu síðustu 3 sumur og mig langar illilega ekki að vinna það einu sinni enn! Reynsla mín á unglingavinnunni er sú að sitja rassblaut i beðum hér og hvar um hreppinn og væla um það á fá að fara fyrr í kaffi, fyrr heim eða gera eitthvað skemmtilegt!
Þar sem Bessastaðahreppur er frekar lítill er vinnan mjög svo ógjölbreytt, þ.e.a.s maður reytir sama beðið 2-3 á hverju sumri og slær sama túnið allavega 2.
Svo eru allir leiðinlegu flokkstjórarnir sem hugsa að vori: "ég ætla að gersamlega að eyðileggja sumarið fyrir flokknum mínum" og standa við það! Alltaf hef ég verið óheppin með flokkstjóra og vil ég mótmæla.
Svo er annar möguleiki að vinna á leikjanámskeiði. En það eru einungis þeir sem eru í "klíkunni" sem komast þangað!
Ætli það lýti ekki út fyrir að ég sitji rassblaut enn eitt árið.
Kannski ætti maður að senda auglýsingu í DV?!?

Stúlka á 17. ári leitar að sumarvinnu.
Öll tilboð skoðuð nema súludans og garðyrkja