Jæja, nú er klukkan 02:44 að nóttu, þó að klukkan að ofan segji annað og mér leiðist. Málið er að þetta er svona laugardagur þar sem allir vinir mínir hópast saman og sitja og nenna ekki neinu. Sniðugt, svona í staðinn fyrir að sitja einn heima og nenna ekki neinu, þá gerum við það öll saman.
En málið var komið út í of mikla afslöppun þannig að meirihlutinn var farinn að dotta þannig að fólk fór bara að tígja sig heim.
Ég kom heim og ætlaði að fara í náttföt og setja friends í.. nei þá eru náttfötin mín(þetta eina par sem ég á) skítug og videotækið bilað.
Ég reyndi að sofna án friends eða annarra sjónvarpsþátta en það virkaði ekki.
Svo að ég kom hingað.
Við vorum að horfa á kosningaslaginn á RÚV og Stöð 2 og gaman var að sjá að ef að stöðirnar voru með útsendingu, ja segjum frá kosningavöku Samfylkingarinnar og það var alveg merkilegt hvað Rúv var mikið á eftir í útsendingu. Samt sniðugt ef maður heyrði ekki eitt orð sem hún Solla var að segja "sigri" sínum til fögnuðar þá skipti maður bara yfir á Rúv og skildi loksins allt.
Svo fannst mér líka áhugavert hvað sumir af fréttamönnunum voru hryllilega stressaðir.
Einn vakti mikla kátínu letiblóðaklúbbsins.
Hann var að tala við einhvern merkilegan mann utan af landi og var svona ekki alveg viss hvað hann átti að segja þannig að hann reddaði þessu bara og sagði.... "uh já við ætlum bara að spyrja hann að því hvort hann sé bjartsýnn á framhaldið" og beindi míkrófóninum að greyjið manninum sem stóð skelkaður fyrir svörum.
Pæling.. mig hefur alltaf langað til að eiga þetta svampkennda dæmi sem er á míkrófónum sem fréttamenn hafa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli