miðvikudagur, maí 21

Það jafnast ekkert á við það... að skella sér í gott sólbað
Vá marr.. þetta var frábær dagur.
Ég byrjaði á því að fara í sund með Elísu og Elísu Hildi í Árbæjarlauginni, og verð ég að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í umrædda laug.
Svo vorum við svo svangar eftir að við komum uppúr um kl 4 að við keyptur staðgóðann kl 4 mat og skelltum okkur niður í bæ að hitta Viggu, Hrefnu Sif og Öggu á Kaffibrennslunni.
Eftir um klukkutíma setu þar færðum við okkur um set niður á Austurvöll.
Þar máttu m.a. sjá:

Gaura í hack´y sack
Mömmu að gefa barni sínu ís
Róna að drekka bjór eða eitthvað sull og syngja
Tóma kókdós.. sem einn róninn notaði sem öskubakka síðar
MIG
Sæta stráka
Hressa konu sem ræddi við mig fyrir utan fríkirkjuna meðan ég beið eftir móður minni

Svo var ég boðin í konunglegan málsverð hjá Böddý systur og horfði þar á FEAR FACTOR og missti álitið á þriðjudagsdagskrá Stöðvar 2

*Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að spjallið er komið inn á síðuna.. *eitt stórt klapp*

*Framvegis ætla ég að hafa svona: maður dagsins í hverjum pistli..

Maður dagsins:
.....eru í rauninni tveir.. gaurarnir sem keyrðu við hlið mér og Elísu á Kringlumýrabrautinni.. spes gaurar

Engin ummæli: