fimmtudagur, maí 29

::::ég hef komist að þeirri niðurstöðu að skyndiákvarðanir eru þær sem lofa alltaf góðri skemmtun...
Dagurinn í gær var by the book.. hann var frábær fannst mér.
Við byrjuðum á því; ég,inga,vigga og agga að sitja í góða veðrinu á Austurvelli eins og við gerum gjarnan í góðu veðri og töluðum um heima og geima.
Eftir það var svo farið á hið margumtalaða Leikhússport , þar sem var húsfyllir.. eða meira svona hústæmir.
Synd hvað það mættu fáir, því þetta var alveg hreint magnaður klukkutími og vil ég hér með óska Ofleik til hamingju með frábæran leikhóp og liðið sem sigraði var margnað og bar hreint af frá byrjunar mínútu þegar fyrirliðinn stundi og sýndi bert hold.. gamangaman.

Eftir þessa miklu skemmtun vorum við í hreinustu vandræðum.. hvað í ósköpunum var hægt að gera á miðvikudagskvöldi?
Þá fengum við símtal frá afþreyjingarguðinum.. FM SUMARDJAMM Á BROADWAY
Við skelltum okkur þangað og var það fínt.. hefði samt mátt vera minna af svona píkum í skærum bolum og þannig.. æ þið vitið hvað ég meina. Heimkoma var kl 03:00, en fór ég ekki að sofa fyrr en 06:00:01

En í dag fór ég á tónleika hjá kór Menntaskólans við Hamrahlíð og voru umræddir tónleikar þeir mögnuðustu sem ég hef farið á. Kórstjórnandinn var stórskemmtileg og sönggleðin skein af krökkunum. Svona stundir gera mann sannfærðan um það að sumarið eigi eftir að vera sólbjart og fagurt.
Eftir það var enn skundað á Austurvöll , en nú með gítar í hönd og var spilað og sungið fyrir gesti og gangandi.. eða meira svona sitjandi.
Á þessu spileríi græddum við heilar 20 krónur og munu þær hiklaust renna óskiptar í sjóð ungra götutónlistamanna á Álftanesi.
En svona áður en ég sofna(er svakalega þreytt eftir nóttina) og slefa á lyklaborðið og skemmi það þá segji ég góða nótt.. og komið í friði.

Engin ummæli: