Hvers vegna ég
Nú hef ég setið hér á mínum rassi tvo daga í töð í hinu langþráða sumarfríi.
Þegar ég var lítil var gaman að fara í sumarfrí.. sólin skein í heiði og ís var hrærður í ísvélinni í Bárukoti.
Í dag reif ég mig upp og tók gleði mína og arkaði út í sjoppu. Skyndilega fékk ég löngun í ís.
Ég labbaði inn í Bárukot sem brátt heyrir sögunni til og verður Bess-inn og lokaði hurðinni pent á eftir mér eins og stúlku sæmir.
Ég beið eftir Skara sem setti sína góðkunnu bumbu upp á borð og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig.
Ég sagðist vilja fá einn ís í boxi með mikilli sósu.
Mér til mikillar undrunar sagðist hann ekki kveikja á ísvélinni fyrr en 1.júni. Sem sagt, ég hafði farið fýluferð.
Ég reyndi að gera gott úr þessu og keypti mér grænan lurk en það var ekki sama bragðið.
Sumafrí er ekki endilega af hinu góða. Það er engin sól, engir til að fara í snúsnú við og enginn ís.
Ef einhver veit hvert sumarið fór má hann endilega láta mig vita hvar það sé hægt að finna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli