miðvikudagur, maí 7

Atvinnuleysi!
Undanfarna daga hefur mamma sí og æ verið að toga í peysuermi mína og spurt mig við hvað ég ætla eiginlega að vinna í sumar.
Kostir.... hmm.. UNGLINGAVINNAN. Ég hef þurft að vinna í þessari blessuðu unglingavinnu síðustu 3 sumur og mig langar illilega ekki að vinna það einu sinni enn! Reynsla mín á unglingavinnunni er sú að sitja rassblaut i beðum hér og hvar um hreppinn og væla um það á fá að fara fyrr í kaffi, fyrr heim eða gera eitthvað skemmtilegt!
Þar sem Bessastaðahreppur er frekar lítill er vinnan mjög svo ógjölbreytt, þ.e.a.s maður reytir sama beðið 2-3 á hverju sumri og slær sama túnið allavega 2.
Svo eru allir leiðinlegu flokkstjórarnir sem hugsa að vori: "ég ætla að gersamlega að eyðileggja sumarið fyrir flokknum mínum" og standa við það! Alltaf hef ég verið óheppin með flokkstjóra og vil ég mótmæla.
Svo er annar möguleiki að vinna á leikjanámskeiði. En það eru einungis þeir sem eru í "klíkunni" sem komast þangað!
Ætli það lýti ekki út fyrir að ég sitji rassblaut enn eitt árið.
Kannski ætti maður að senda auglýsingu í DV?!?

Stúlka á 17. ári leitar að sumarvinnu.
Öll tilboð skoðuð nema súludans og garðyrkja

Engin ummæli: