laugardagur, maí 24

Ungfrú Ísland-Miss Iceland, Eurovison ofl....
Í gærmorgun sá ég fram á bjartan og skemmtilegan dag. Þar sem Elísavar á Hellu allir aðrir of uppteknir eða eitthvað(kannski er ég bara svona leiðinleg..veitekki).. ákvað ég að sitja heima með gamla settinu og taka gamla góða "sit home with your folks".
Kvöldið byrjaði á því að við ákváðum að steikja hamborgara sem er ekki frásögu færandi nema það að ég setti pitusósu á minn blessaða borgara í stað hamborgarasósu og missti matarlystina.
Til að kæta mig settist ég fyrir framan sjónvarpið okkar í gamla rassafarið mitt í sófanum og horfði á endurtekinn FRIENDS þátt síðan á föstudaginn síðasta, og svo aukaþátt um vini.
American Idol var svo næst á dagskrá.. og gladdi það mitt einmana föstudagshjarta að sjá uppáhaldið mitt.. CLAY og bangsann minn RUBEN.
Hins vegar var allt annar handleggur á dagskrá eftir það.. Ungfrú Ísland.
Ég var mjög ánægð með stelpuna sem vann.. en guð minn góður.. hvert er Ísland að stefna? Tinna Alavis var í þriðja sæti en eins og nafnið gefur að kynna er hún af erlendum uppruna og finnst mér persónulega að bara Íslenskar stelpur ættu að fá að taka þátt.. veit ekki með ykkar skoðun.

En í kvöld er EUROVISION.. sem er skemmtilegasta sjónvarpsefni ársins.. fyrir utan að sjálfsögðu áramótaskaupið! Planið er að kíkja í 4 partý og vona ég að stuðið verði ríkjandi!!!!!

Engin ummæli: