Whadde hadde dudde da!
Já, í gærkveldi var Eurovision.. vonbrigði ársins.
Ísland var fyrst á svið og fannst mér, sem er ekki svo mikill Birgittu Haukdal fan hún alveg ólýsanlega góð.
Ég var alveg viss um að við yrðum í topp 5.. en brugðust þær vonir mér..
Fyrir utan okkar lag fannst mér norski strákurinn Jostein Hasselgård með lagið I’m Not Afraid To Move On alveg frábær.
Einnig vakti Austuríska lagið Man is the measure of all things mikla lukku heima hjá Bíbí, en Alf Poier var alveg sprenghlægilegur þegar hann flutti lag um menn og dýr. Alf er svona Jón Gnarr þeirra Austurríkismanna en hann kom fram með m.a. mömmu sinni á sviðinu í Riga.
Tyrkneska lagið sem vann var alveg hörmung, söngkonan var rammfölsk, dansararnir stirðir og tel ég að flestir sem hafi greitt því lagi atkvæði hafi ýtt á vitlausan takka á símanum sínum og ýtt á töluna 4 í stað 1.. ég fer ekki ofan af því!
En dómnefnd söngvakeppninnar sem skoðar lögin fundar í dag til að athuga hvort lagið Everyway that I can frá Tyrklandi sé stolið.
En ég er stolt af henni Birgittu okkar..já okkar og óska ég henni og ykkur öllum til hamingju með 8-9 sætið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli