sunnudagur, júní 1

Ja, tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Margt hefur drifið á dag minn, þ.e.a.s. laugardag.
Við skulum líta yfir farinn veg...spennið beltin, setjið á ykkur sólgleraugu og hafið regnhlíf í hönd.. því nú verður bloggað.

Laugardagurinn ógurlegi

Um morguninn byrjaði ég á því að aka til vinnu, með móður minni og systur.
Systir mín, Erna vinnur í Kringlunni en ég í Hafnarfirði, og móðir mín í kvíkví tók þá átakamiklu ákvörðun að aka henni fyrst til vinnu.
Þegar á áfangastað var komið spurði ég móður mína sakleysislega hvort við hefðum ekið á eitthvað sem gæti hafa festst undir bifreið okkar. Nei sagði hún og andvarpaði, lagði hjá Háskólanum í RKV um kl:08:50 og leit undir bílinn. En vandamálið lá víst ekki þar... hægra afturdekkið reyndist punkterað(sprungið) og ég æjaði og sveijaði veðurguðinum fyrir grenjandi rigningu.
Við tókum þá ákvörðun að hringja í frænda minn, Þórarinn til að biðja hann um frelsum frá þessari hörmung.
Hann reyndist sofandi
Ég setti því markið hátt og ætlaði að hringja á leigara en þá reyndist innistæðan mín vera búin.
Þá rölti ég út í sjoppu hjá Kringlunni, nánar tiltekið Shell og bað kurteisislega um 500 kr innistæðu hjá Og Vodafone.
Þeir áttu hana ekki til. Þá bað ég um 1000 kr og sá mánaðarlaunin mín fljúga fram hjá í þúsundköllum. Þeir áttu heldur ekki 1000 kr.
Þá leið yfir mig andlega og ég bað um 2000 kr, og æjaði og sveijaði.
Ég hringdi þar á leigara og frænda minn sem reyndist vera vaknaður.
Hann kom og sótti móður mína en ég sat í leigubíl á leiðinni til Hafnarfjarðar.
Eftir vinnu kom ég heim og klæddi mig upp fyrir kveldið en þá var áætlað að fara að PÍKUSÖGUR, allraallraallra síðustu sýningu. Ég bölvaði móður minni í laumi fyrir að hafa ekki farið í búð og át eina kexköku og drakk Egils Kristal með sítrónubragði- allann.
Síðan fékk ég far niður í Borgarleikhús með Steina, góðvini mínum síðan á Portúgal í fyrrasumar. Hann var að fara, ásamt systur minni á BOX í Laugardagshöll.. plebbz.

Sýningin reyndist mögnuð. Ég, Vigdís, Inga og Agga hlógum og grétum til skiptis.
Við lærðum mörg skemmtileg orð yfir píkur, s.s. kunta, budda,fífí,kjallari o.s.frv.

Eftir sýningu lá leið okkar í Kópavoginn, til að hitta Elísu, Elísu Hildi og Óla, ásamt nokkrum "hressum" heita potts gaurum. Við trylltum lýðinn með söng og gleðskap og var síðann förinni heitið á einni bifreið niður Laugaveg.
Þeir sem eru klárir í kollinum geta reiknað það að augljóslega komumst við ekki öll í einn bíl, við vorum 6 og settum við þá minnstu í það hlutverk að vera "yfirfarþeginn", hún lagðist flöt á hné okkar allra sem aftur í bifreiðinni voru.
Við keyrðum viður Laugaveg og sungum nokkur vel valin lög með opna glugga og fórum svo niður á ESSO plan þar sem aðeins strákar og stelpustrákar og stelpuríleitaðstrákum hanga.
Þar hittum við hressa gaura sem gáfu okkur númerin sín, og hlógu svo þegar við keyrðum í burtu á vitlausri aðrein.
Síðan var förinni heitið aftur í Kópaboginn, þar sem löggan stoppaði okkur.. og við hressar með yfirfarþega.
Ökumaður bifreiðar okkar heldur nafnleynd en hún/hann/það fékk 5000 kr sekt og lögguspjall í löggubíl.
Hann/hún/það treysti sér ekki til að keyra meira, svo við hringdum að neyðarlínuna, a.k.aErluPerlu(ljóshærða á myndinni) og hún skutlaði okkur heim á leið.
Þó komumst við ekki langt því önnur lögga stoppaði okkur í þetta sinn og lét Erlu blása í mæli sem mælur áfengismagn í blóðinu.. það reyndist allt í lagi.
Svo var bara haldið heim í háttinn.. en þetta var einn áhugaverðasti laugardagur sögunnar.. fannst mér allavega.

Engin ummæli: