sunnudagur, júní 15

Hvað er að Íslandi í dag?
..Nú sit ég hér heima alveg bit.. var að kíkja á tölfræði yfir heimsóknir síðustu viku og útlitið var ekki gott.
Það komu aðeins inn á síðuna ALLA síðustu viku sem er svona svipað og var á einum degi í maí.. hvað er í gangi?
Ég ákvað að kenna góða veðrinu um þetta allt saman, það nennir enginn að hanga inni í tölvunni þegar það er svona gott veður.

...Ég er loksins farin að sýna einhver merki um það að ég sé hraust ungmenni, ég er brunnin í framan.
Þegar maður er sólbrenndur á veturna fær fólk oft ranghugmyndir um persónuleika manns..
"Já.. þessi gella er svona ljósabekkjabeygla. Kaupir 10 tíma kort annan hvern mánudag og fer í ljós í staðinn fyrir að kaupa sér hádegismat"

En það er allt annar handleggur ef maður er sólbrenndur á sumrin.. þá hugsar fólk:
"Já sko, þessi er að njóta lífsins með útiveru", eða "þessi er að vinna í útivinnu, það er alveg greinilegt".

....Nú nálgast 17. júní jafnhratt og býfluga í röndóttum sundbol og allir farnir að kaupa sér regnhlífar til að geta tórað niðri í bæ um kveldið. Ef mig minnir rétt var rúmlega fjórðungur af fólkinu sem var í bænum í fyrra annað hvort í Tal- regnstökkum eða með regnhlíf í hönd.
Sumir tóku sig þó alls ekki alvarlega og keyptu sér regnhlífahatt, og verð ég að viðurkenna að ég var ein af þeim hópi.
Já, ég stend upp óhikað og segji; ég heiti Hrefna og kaupi mér dót af sölubásum á 17. júní. ...(crowd follows...)"HÆ HREFNA"

.....Núna rétt í þessu var verið að spila auglýsingu á öldum ljósvakans með honum Geirmundi Valtýssyni.. æj greyjið hvað er málið með þann mann?
"Nú er komin út sjöhundraðastiogfimmti diskur Geirmundar Valtýssonar, diskurinn inniheldur öll bestu lög Geirmundar fyrr og síðar.
Diskinn er hægt að spila í dvd spilurum og hann er skrifanlegur(aha.. til að höfða til unga fólksins) og einnig fylgja um 1000 klst. af aukaefni um Geirmund sjálfan.
Missið ekki af besta disk Geirmundar til þessa og sjáið fötin sem hann klæðist í laginu, "Ef einhver mundi kaupa diskinn minn"
Diskurinn fæst á betri bensínstöðvum um land allt..


Neinei.. bara diss en ji minn eini hvað þessi maður fer í taugarnar á mér.
Hafiði séð auglýsinguna? Hann stendur við tjald málað eins og hinminn og syngur brot úr hverju einasta lagi á disknum, og alltaf er eins og hann sé ekki alveg undirbúinn að syngja akkurat "þennan" part.. hann er óöruggur fyrst en þegar Geirmundur er kominn í stuð eru allir dauðir.. ekki satt?



Engin ummæli: