miðvikudagur, júní 18

Gærdagurinn var í gær
Já, eins og flestir landsmenn vita var 17. júní í gær og allir fullir þjóðerniskenndar ekki satt?
Ég, ásamt fríðu föruneyti skellti mér niður í bæ um kl 22:01.
Förin byrjaði á því að leita að bílastæðum, sem voru takmörkuð en að lokum fundum við stæði hjá Brávallagötu eða eitthvað og löbbuðum í bæinn.
Á leiðinni rákumst við á snargeggjaðann hund sem vildi óður sem hestur komast að þessum ungu stúlkum(okkur) sem löbbuðu fram hjá.
Þegar við loksins komumst niður í bæ vorum við orðnar rennandi blautar báðum megin og uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að fara í sokka. Það væri nú ekki saga að segja frá ef ég hefði ekki verið í skóm með gati á... hmm?!?
Jájá, það var fulltfullt af fólki sem maður hitti, suma hitti maður oft, suma ekki og suma bara alls ekki!

Ég þoli ekki þegar maður er búinn að hlakka til að hitta einhvern sem maður hefur ekki séð lengi og svo rekst maður ALDREI á hann!! grrr

Þegar við vorum orðnar vel blautar í báðum skilningum þá skelltum við okkur á Ingólfstorg á ball með Páli Óskari sem er snillingur veraldar ef ekki bara alheimsins líka... Palli fær **** stjörnur af *** mögulegum!

Stuttu síðar vildu stelpurnar fara að koma sér heim,, vinna í fyrramálið og svona en ég var ennþá í stuði og varð bara eftir með Elísu og fleirum.
Þess má geta að ég kom ekki heim fyrr en hálf sex og ég MÆTTI helvíti hress í vinnu klukkan átta í morgun!!


HRESS!!





Engin ummæli: