Nú er ég hlessa
Ég hef lifað HEILA viku án þess að drekka gos.. (Vigga: Egils Kristall er ekki gos!) og líður bara alveg ágætlega.. ja fyrir utan vegginn sem ég braut í bræði minni í fyrradag.. neinei smá spaug.
Ég fékk þá hugdettu í fyrradag að fara og fá mér svona eins og nokkrar ljósar strípur, í ljósa hárið mitt.. bara svona til að gera það aðeins meira lifandi.. nei haldiði að mín sé ekki bara eins og glókollur.
Konan á hárgreiðslustofunni sagði að liturinn myndi dofna heilmikið, strax við fyrsta þvott.. ég bíð bara og sé.
Helgin verður alveg hörmung. Vigga einhversstaðar uppi á fjöllum að labba, Elísa á Hellu, Inga á Ítalíu og ég og Agga bara einar. Og ekki bætir það úr skák að ég var að vinna í dag til kl 21:00 og þarf líka að vinna á morgun.
Helgin semsagt ónýt.
Ég er nú búin að laga allt á síðunni, þannig að allt ætti að vera komið í lag, fyrir utan commentakerfið(er að reyna að átta mig á því= en það kemur von bráðar.
Þetta kemur allt með kalda vatninu, samt er vatnið voðalega lengi að verða kalt.
Ákvörðun hefur verið tekin af stjórn þessarar síðu að reyna að viðhalda liðnum; Maður dagsins
Maður dagsins í dag er; Inga en hún er eimmit stödd á Ítalíu, skaðbrennd eins og tómatur á sólarströnd og síðustu fregir hermdu að hún væri á leið á tónleika með hinni heimsfrægu söngkonu Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli