sunnudagur, júní 8

Komiði sæl góðir hálsar og aðrir líkamspartar

Mig langar að hefja upp rausn mína og segja ykkur sögu, sögu um verslun hér í bæ.
Árið 1997 að ég held opnaði fyrsta verslunin hér á Álftanesi, þá var gleði og gaumur í hreppnum og allir streymdu í þessa okurbúllu að kaupa sér sælgæti og annað góðgæti.
Frá árinu ´'97 til síðustu viku hefur þessi verslun, Bárukot hét hún en breyttist svo í Bess-Inn.
En nú hefur þessi búlla fengið samkeppni. Í gamla húsnæðinu sem Bárukot var er komin önnur sjoppa, enginn veit nafn hennar en hún er bara þekkt undir nafninu; sjoppan.
Nú er mikil samkeppni hér innan hrepps milli þessara tveggja verslana og þær eru hlið við hlið, þannig að maður stendur fyrir utan þær báðar og lýtur til hægri, vinstri og aftur hægri og aftur vinstri og tekur síðan ákvörðun.
Nú hafa þær báðar boðið upp á nýja og ferska hluti.. t.d:

Sú nýja...
djúpsteiktar rækjur í hádeginu,
ís í brauðformi,
sleikjó með hverjum ís,
heitar samlokur og franskar..


Sú gamla...
Krá sem opnuð verður í sumar,
bakkelsi, t.d. vínarbrauð, snúða, kleinuhringi og kökur,
heitan mat í sumar


Aldrei hef ég verið undir eins mikilli pressu... hvort á ég að velja lesendur góðir?
Á ég að velja Bess-inn sem ég hef verslað við síðan ég var lítil með hor og slef eða á ég að velja eitthvað nýtt og spennandi?
Á ég að fá mér ís í brauðformi í þeirri nýju?, eða á ég að fá mér íspinna í þeirri gömlu?
Þar sem ég borða ís, en ekki brauðform verður íspinninn fyrir valinu, ég kýs það gamla og góða, enda vinna systir mín og frænka þar og gefa mér ævinlega meira en ég á skilið af góðgæti.
Ég hvet alla þá sem koma á nesið að velja bárujárnskofann til hægri frekar en gulu ógleðina til vinstri.

Engin ummæli: