mánudagur, júní 23

Jónsmessunæturdraumur
Lítið sem ekki neitt hefur gerst undanfarna daga, fyrir utan það að ég hef verið útnefnd aumingjabloggari ársins fyrir lélega frammistöðu síðustu daga.
Ég skamma mig oft og lengi ef ég gleymi að blogga, og er ég öll blá og marin eftir þessi ósköp.

Það munaði örmjóu að ég væri rekin úr bæjarvinnunni á föstudaginn var, en verkstjórinn(sem er yfir Jón Gunnari, a.k.a. Johnny Five) var á mótþróaskeiði þennan dag, að ég tel.
Ég og Agga vorum á fullu að vinna, og hún kemur og rífur kjaft og segir okkur að vinna, þá spurðum við okkur sjálfar ; hvað erum við að gera annað en að vinna?
Hún stóð á þeirri skoðum að við sætum niðri og lægjum í leti, en báðar vorum við uppistandandi og á fullu að vinna.
Ég sem hef í örfá skipti gert flugu mein átti nú í hættu að vera rekin.. bull.
M,est langaði mig nú til að labba í burt og segja; "ég hætti í þessari skítavinnu", en hafði ekki kjark til þess.
Það hefði þó verið í lagi, því ég hef aðra fasta vinnu og er bæjarvinnan aðeins til að afla smá aukatekna til að eyða eyða!

Já, eftir rúmlega 40 mínútur er Jónsmessunótt og held ég á vit ævintýranna þegar graskersvagninn (a.k.a. rauði bíllinn hennar Ingu) rennur í hlað.
Við viljum fara og lýta á mannlífið, eða álfalífið eða eitthvað og athuga hvað gerist á Jónsmessunótt.

Nú heyri ég bílflaut í fjarska og finn að ævintýrin færast nær..

kannski maður breytist bara í álf...

Engin ummæli: