Saga úr kennslustund
Undirrituð sat og fylgdist af ákafa með í tíma fyrr í morgun. Viðfangsefnið var jú mjög svo spennandi; Sjálfstæða fólkið hans Halldórs Laxness.
Þegar kennarinn var í óða önn að tala um hjúin Bjart og Rósu byrjar skyndilega einhver/eitthvað að öskra inni í stofunni. Ég hugleiddi hvort nú hefði enn einn nemandinn gjörsamlega tapað vitinu, eða vantað athygli, en svo var ekki því öskrið barst frá gólfinu og varla gat nokkur maður verið staðsettur þar, nema kannski ofan í einhverri töskunni sem gæti svo sem vel verið.
Öskrið stigmagnaðist og á milli óskýrra orða og hláturs heyrðist skýrt; "þetta er Ómar(nafnið er gleymt) svaraðu fo***** símanum fíflið þitt".
Skyndilega blóðroðnaði einn piltur í bekknum og tók upp símann sinn og slökkti á honum.
www.hrebbna.tk
-segir sögur-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli