föstudagur, janúar 14

Af löngunum

Ég fæ oft miklar langanir til að bregða út af venjum og gera eitthvað óvenjulegt þegar það á alls ekki við. Dæmi um þetta er t.d. að mæta á náttfötunum í fín jólaboð, öskra á bókasöfnum og klappa innilega í bíó, en einhvernveginn læt ég aldrei undan lönguninni og sit prúð og stillt eins og á við.

Gott dæmi er líka þegar karlmenn koma í ónefnda verslun sem ég vinn í og versla hinar ýmsu vörur sem oftast tilheyra kvenkyninu, eins og til dæmis varaliti, undirföt og svo videre.
Þá fæ ég svo sterka löngun til að spyrja hvort þetta sé handa konunni, eða máské til einkanota en hef aldrei þorað því fyrr en ég fyrir slysni missti það út úr mér eitt sinn.

Staður: Ónefnd verslun
Skandall: ójá
Stund: löngu gleymd

Ég stóð við kassan og sá mann með hrúgu undirfata, sem eru ætluð konum nálgast hann óðfluga.
Ég setti mig í afgreiðsludömustellingarnar og bauð kurteisislega góðann dag, og á þeirri stundu er ég var að taka svotilgerð þjófamerki út brjóstarhaldara einum skaust þessi hugmynd upp í kollinn á mér og áður en ég vissi af hafði ég spurt manninn hvort þetta væri fyrir konuna eða til einkanota. Á svipstundu hafði búðarferð hjá saklausum manni breyst í brandara og eftir stóð maðurinn með svip sem ætti að festa á grímu, svo sérstakur var hann.

Auðvitað brá manninum í brún, en skyndilega tók hann vel í grínið og sagði að þætta væri nú varla rétt skálastærð fyrir sig. Síðan borgaði maðurinn eins og við á og rauk út í óvissuna.

Eftir stóð ég og hló, og lengdi þar með líf mitt um meira en viku!

www.hrebbna.tk
-hefur enga stjórn á sjálfri sér-


Engin ummæli: