þriðjudagur, janúar 11

Sögur af húsmóður

Undirrituð er farin að halda því fram að móður hennar liggji einhver ósköp á að losna við okkur systur af heimilinu sem allra allra fyrst, ef marka má atburði sem greint verður frá hér að neðan.

Fyrir þónokkru vaknaði ég fersk að vanda að morgni laugardags og labbaði hálfvakandi fram í eldhús þar sem ég hugðist snæða hollann og staðgóðann morgunverð, og rakst á frosinn sviðakjamma á borðinu og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum..hélt að hér væri endurfædd lambasteikin sem snædd hafði verið kvöldinu áður..en þá var það víst bara sviðakjammi sem húsmóðirin ætlaði að elda ofaní húsbóndann.

Ég taldi nóg komið af svona atburðum..en einn átti sér nú stað ekki fyrir svo löngu.

Þegar ég kom heim úr skóla, þreytt eftir langann dag og þráði einna helst heita sængina sína, opnaði ég hurðina að húsinu sparkaði af mér skónum og ætlaði að arka beinustu leið í koju þegar ég stíg á eitthvað kalt og mjög hart. Ég lít niður og sé einhverja hryllilegustu sjón sem ég hef á ævi minni séð; hálfann frosinn lambaskrokk, bara liggjandi þarna í þægilegheitum á mottunni.

Nú taldi ég öllu lokið, fór að velta því fyrir mér hvort móðir mín hefði það að leik að drepa dýr í frístundum og láta þau svo liggja svona hér og þar um húsið til að hræða líftóruna úr yngsta barninu, barninu sem á allt lífið framundan..eða var þetta eins og áður sagði vísbending um að hypja sig bara að heiman?

Ég auglýsi nú eftir meðleigjanda.
Sá hinn sami skal hafa tekjur sem geta haldið okkur báðum uppi, borgað alla þá reikninga sem berast..og helst eiga eitthvað afgangs til að spreða.
Einnig væri mjög þægilegt að hann skyldi ekki eftir frosin spendýr á víðavangi um húsið..án minnar vitundar!

Ef þessu aðili er til má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum kómentakerfið eða hreinlega með hugskeyti þar sem allar bréfdúfusendingar liggja niðri vegna kulda.

www.hrebbna.tk
-ein á báti-

Engin ummæli: