sunnudagur, janúar 2

Skandall på dansk!!

Staður: Hagkaup, Kringlan
Tími: milli mjalta og messu
Skandall:

Undirrituð var stödd við vinnu fyrir þó nokkru og afgreiddi kúnna af hinni mestu snilld eins og við má búast.
Eftir að hafa afgreitt einn kúnnann enn kallaði ég í sakleysi mínu; næstu gjörið svo vel, þegar hún sá fatahrúgu koma labbandi til sín.
Undan fatahrúgunni kom kona, og sagði á eitthvað á óskiljanlegu tungumáli.
Ég hélt áfram að afgreiða konuna, en alltaf virtist hún vera á spjallskónum og talaði og talaði og hló dátt og benti.
Eftir stutta stund gerði ég mér grein fyrir því að konan talaði dönsku með því að hlusta á hljómburðinn, en gat ómögulega skilið hvað hún var að segja.

Í einni svipan fór ég yfir alla þá dönsku sem ég hef lært í skóla, sem telur samtals 7 ár, en öll danskan var horfin.

Eftir mikið puð náði ég þó að klára afgreiðsluna með óteljandi neyðarlegum brosum og kurteisishlátri þegar mér fannst eiga við.

Loks þegar heim var komið skyldi ég loksins hvað konan var að tala um og það hljómaði nokkurnveginn svona;

Dönsk kona; ég veit ekkert hvað ég á að kaupa handa barnabörnunum, ætla bara að kaupa pils á sonarson minn og skyrtu og vesti á sonardóttur mína og vera bara fyndin í ár!

Skemmtilegt tilfelli um stundardönskukunnáttuhvarf!

Engin ummæli: