föstudagur, nóvember 5

Sakamálasaga I

Meðlimir grúbbunnar mættu í skólann á miðvikudaginn síðasta og misstu andlitið í orðsins fyllstu merkingu, og hér verður skýrt frá sakamáli því sem enn er í rannsókn.

Aðsetur grúbbunnar hefur oft gengið undir ýmsum nöfnum, en þekkja flestir það undir nafninu "hornið"-eða "hoddnið" eins og það er borið fram á okkar fagra blandaða tungumáli.
Hingað til höfum við meðlimir þurft að þola ýmislegt, mótmæli frauleininnar,líkþornamannsins, einelti frá 3.hæð og nefnið það..það hefur gerst.

En af einhverjum ástæðum höfum við alltaf þraukað og héldum á tímabili að við værum búnar að sigra fraulein í matsölumálinu svokallaða, en svo reyndist ekki.

Þegar meðlimir grúbbunnar mættu sifjaðir og margir illa fyrir kallaðir í skólann að morgni miðvikudagsins 3. nóvember löbbuðu þeir sem leið lá inn í horn og ætluðu nokkrir að leggjast niður í sófana okkar.. en engir sófar voru á staðnum.

Einn ætlaði að leggja vatnsglasið sitt á borð, en ekkert var borðið.

Þegar enn annar ætlaði í öngum sínum að kveikja á útvarpinu kom hann að engu útvarpi.

Allt okkar hafurtask var horfið og engar útskýringar!

Eftir miklar vangaveltur komumst við að því að hafurtask okkar hafði verið fært upp um eina hæð, allt nema útvarpið sem var okkur mjög kært.

Meðlimir grúbbunnar ærðust sumir, og nokkrir hafa ekki enn náð að jafna sig og eru nú í meðferð í Borgarnesi, en sumir tóku saman höndum og færðu dótið okkar aftur niður í mótmælaskyni.

Undirrituð fór með skjálfandi bein að ræða við fraulein um þetta dularfulla mál, og var hún blíð sem kettlingur og vissi ekkert meira en við.

Þegar leið og beið á daginn og eftir mikla hjálp frá fraulein sem skyndilega vildi allt fyrir okkur gera, fengum við þær fregnir að þetta hafði verið gert af yfirmönnum skólans, einfaldlega vegna þess að á næstu dögum verður skipt út húsgögnum sem eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla rassa enda sófarnir ekki endilega þeir þægilegustu en þeir þjónuði sínum tilgangi.

Þrátt fyrir gleðilega lausn hefur ekkert enn heyrst né frést af útvarpinu okkar og hefur sakamálanefnd www.hrebbna.tk hafið störf við þetta dularfulla hvarf.

Þeir sem hafa orðið varir við útvarpið okkar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða sem fyrst, því þess er sárt saknað.

www.hrebbna.tk
-og fraulein eru eitt-





Engin ummæli: