mánudagur, september 15

kvíði
Já kæru lesendur, nú er loksins komið að því, ég er að fara að taka bílpróf.
Í dag kl 15:00 er ég bókuð í bóklegt próf og vona ég bara að ég nái.
Þrátt fyrir veikindi hef ég lesið myrkranna á milli, í herberginu mínu, við tölvuna, inni í eldhúsi, í bílnum, og á klósettinu.

Dyggum aðdáendum mínum er bent á að koma fyrir framan Frumherja um fjögurleytið til að taka á móti mér eftir prófið.
Ekki get ég lofað hvort ég verði glöð eða alveg bandbrjáluð.
En ég veðja á bandbrjáluð.


Bækur eru nefnilega að sniðugar að það er hægt að taka þær með hvert sem er.
Já, þið sem ekki enn eruð búin að uppgötva bækur ættuð að skella ykkur á bókasafn sem allra allra fyrst, þ.e.a.s. ef þið vitið hvað bókasafn er.

En best að snúa sér aftur að enskutímanum sem ég er víst í , maður er nú í honum til þess að læra.
Annars væri skólinn bara griðarstaður til að hitta vini og borga háar fjárupphæðir fyrir bækur sem ekki væru opnaðar.
Best að nýta peninginn sem allra allra best og nota bækurnar sem stóla. Gott er að stafla þeim nokkrum saman upp og tilla sér síðan lauslega á þær.
(ég persónulega mæli með bókinni Stærðfræði 3000, þeirri bláu og ekki skemmir að nota þá grænu með)

Engin ummæli: