fimmtudagur, september 4

Hot spring river this book?
Já kæru lömb, dagarnir líða hjá eins og fiðrildi á kynþroskaskeiði eins og ég hef sagt áður og mun segja oftar í framtíðinni með þessu áframhaldi.
Ég stóð statt og stöðugt á því í gær að það væri þriðjudagur en ekki miðvikudagur, og ætlaði að fara í þriðjudagsgírinn er ég vaknaði, en nei.
Þegar ég leit á Morgunblaðið sá ég að það stóð; Miðvikudagurinn 3.september...var heilum degi stolið af mér? Eða leið hann svo hratt að ég tók ekki eftir honum?

Mikið að gera, voðalega mikið að gera. Og aftur stend ég í sömu stöðu og síðast þegar ég bloggaði.. ég þarf að velja á milli tveggja atburða sem eiga sér stað fimmtudaginn 11. september næstkomandi.
Fyrir löngu, þ.e.a.s tveimur vikum var ég búin að bóka mig á Busaball MH sem á að halda þetta kvöld, en það kom í ljós í gær að dragkeppni FG verður haldin á sama tíma. Þar sem ég er nú fulltrúi listanefndar verð ég að undirbúa atburðinn að minnsta kosti, er svo ekki bara málið að fara á ballið eftirá?

Segjum það bara...

En mér finnst rosalega dræm mæting á þessa síðu, fyrir utan aðdáenda nr.1 hana Kristínu sem heimsækir mig reglulega.
Góðir gestir, ég vil biðja þá sem sækja síðuna að rita í svokallaða gestabók sem telst nú hin almenna kurteisi að ég tel. Einnig meiga áhugasamir skrifa sínar skoðanir á blógi mínu hér í commentin að neðan.
Svo lofa ég að verða duglegri að blogga...

Samþykkt?

Engin ummæli: