fimmtudagur, ágúst 28

mót-m-æla
Ég rís upp og mótmæli sjálfri mér. Ég er ung og hress og hef undanfarna daga ekki séð mér fært um að blogga.. hvílík endemis vitleysa.
Auðvitað á maður að finna tíma fyrir alla vini sína, og bloggið er einn af mínum nánustu vinum.

Helstu ástæður bloggleysis má rekja til:
þreytu
mótbárur foreldra, vilja frekar hringja í gamla og gleymda ættingja en að leyfa sinni fögru dóttur að fara á internetið
að skólinn er byrjarður, sem þýðir mikil heimavinna

Já, það er nú bara einu sinni þannig krakkar kærir.

En undanfarna daga hefur margt gengið á, og má þar nefna Foo Fighterstónleika sem voru alveg hreint unaður.

En í gær var frekar góður dagur.
Busadagur FG, sem þýðir aðeins eitt; blautir og skítugir busar.
Busavígslan var ógeðfelldari og alvarlegri heldur en í fyrra, en ég segji ekki harkalegri og hávaðameiri.. því það mun aldrei vera toppað frá fyrra ári!
Nenni ég ekki að rekja busavígsluna hér, en má segja að hún hafi verið frekar blaut.
Eftir busavígsludótaríið var svo haldið til tannlæknis sem sannfærði mig um það að ég hefði enn allar tennur uppi í mér, þó ein væri ónýt og þyrfti að fjarlægja.. ekki sátt við það.. þetta er prýðistönn!
Svo hitti ég Kókó og Rolluna, þ.e. Viggu og Ingu niðri í bæ og förinni var síðar heitið niður í MH, þar sem Vigga fór í kvöldskólann og ég og Inga redduðum ýmsu fyrir góðvini okkar í Ofleik, máluðum þetta líka fína skilti og hengdum upp plaggöt.

Svo í dag var fyrsti leiklistartíminn í Leiklist 103 og verð ég að segja að ég er bjartsýn á önnina sem er framundan. Þetta er einstaklega góður hópur, þó svo að sauðir leynist inn á milli. Farið var í leiki til að hrista hópinn saman og fleira.. ég bíð spennt eftir næsta tíma.

Þess má geta að ég er í pínkuponsulitlum vandræðum.. ég er tvíbókuð annað kvöld og þríbókuð á laugardaginn.. hvad skal man göre?
Annað kvöld er saumaklúbbur hjá Álftanespíkunum, og einnig Jagúartónleikar í MH.
Þar sem Jagúar er ein af uppáhaldshljómsveitum mínum hallast ég frekar þangað.. en ég veit samt ekki.
Svo á laugardag á ég að vera í vörutalningu í Bónus, keppa í Idol og fara í afmæli til Bergdísar... úff hvað á ég eiginlega að gera í þessu öllu saman?
Svar óskast í commentin!
Nú er ég farin að læra

Engin ummæli: