mánudagur, ágúst 25

.... á breytingaskeiði
Ég hef komist að því að ég er á breytingaskeiði.
Í dag ákvað ég fullt af hlutum sem ég ætla að gera og tók stóra ákvörðun sem varðar framtíð mína, en hún verður að bíða birtingar til betri tíma.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag að breyta um mataræði og hætta öllu sem er óhollt.
Ég er búin að fara út að skokka og er að spá í að fara aftur.
Ég breytti herberginu mínu í gær og er þetta bara komið nóg.


Ég las áhugaverða grein í dag um það að það ætti að banna reykingar á skemmtistöðum og kaffihúsum.. hvað er fólk að spá?
Nú reyki ég ekki og hef aldrei reykt og ég finn til með reykingamönnum.
Eiga reykingar nú að verða skammarlegur hlutur? Á fólk að skammast sín fyrir að fara í reykpásur og fara huldu höfði í sjoppur til að kaupa sér sígó?
Hvar á blessað reykingafólkið að reykja á djamminu? Eiga allir að safnast saman í húsasundinu bakvið skemmtistaðinn og reykja þar?
Hvað er að fólki? Ég finn til með ykkur reykingafólk, og ef þetta heldur svona áfram stefni ég að því að setja á stofn kaffihúsakeðju sem má reykja í, fyrir reykingafólk og vini þeirra.
Ég skilur ekki þessi íslendingur.

Engin ummæli: