sunnudagur, ágúst 24

Sunnudagur og allt tilbehör
Já í dag er sunnudagur.
Eini munurinn á sunnudegi og laugardegi er, að mér finnst sá að á sunnudegi er styttra í mánudag heldur en á laugardegi.. ikke?

Sunnudagslærið var komið í ofninn um 11 leytið í morgun, vá hvað mér leið bara alveg eins og þegar ég var undir 10 ára aldrinum.
Engar áhyggjur.. það er sunnudagur og á sunnudögum fær maður kvöldmatinn snemma. eða um svona 2 leytið.
Það hefur ekki tíðkast í nokkurn tíma að vera með læri á slíkum degi, en þar sem ég og systir mín elskulega erum báðar í fríi ákvað móðir okkar í kvíkví að elda læri og allt tilbehör.. rosalegt!
Svo til að toppa allt fór ég í 4 bíó með litlu frænku minni á "Pabbi passar" eða "Daddy Day Care" sem ég mæli ekki með, sérstaklega ekki á íslensku tali.

Ég uppgötvaði loks að ég var stödd í barnabíói þegar:...
#Krakki fyrir aftan mig byrjaði að sparka í sætið, endalaust
#Allir krakkar hlæja þegar einhver dettur í stiganum í salnum
#Allir fóru að syngja með þegar "Open Your Heart" með jú nó hú var spilað fyrir myndina
#Salurinn hló að kúk-og-piss bröndurum


Ó, hve fögur er vor æska ekki satt?

Engin ummæli: