þriðjudagur, ágúst 19

ATH: bloggur þessi átti að fara i loftið á mánudagskvöld, en vegna tæknilegra örðugleika kemur hann ekki fyrr en nú. Sem sagt.. nú er mánudagur!

Hvar í fjandanum eru allir.
Í dag eru allir bókstaflega týndir.
Allir eru horfnir, enginn svarar símanum og ekkert fólk er á ferli.. hvar eru allir?

...Sem dæmi má nefna að stelpa sem vinnur með mér mætti ekki í vinnuna, lét ekkert heyra í sér og þegar ég reyndi að hringja í hana var slökkt á símanum og heimilissíminn var alltaf á tali.
...Svo kom heldur ekki illa lyktandi maðurinn að versla sem kemur á hverjum einasta degi kl 13:20 c.a. og svo aftur kl 15:40 c.a. til að kaupa tvær kókdósir og eina 1/2 líters flösku...
...Síðan er ég vön að sjá svona 5 missed calls á símanum eftir vinnudaginn, en nei, enginn hringdi í mig, ekki einu sinni vitlaust númer, og það er dapurlegt ekki satt?
Hvar eru allir?
Þeir sem hafa týnt sjálfum sér eru vinsamlegast beðnir um að skila sér, og þeir sem þegar hafa fundið sig eru vinsamlegast beðnir um að passa upp á sig, gott ráð er að klæðast þröngu belti til að sjálfið fari nú ekki að hlaupa í burtu.

Engin ummæli: