föstudagur, ágúst 15

ég er full .. af lífsgleði
Í þessum töluðu orðum var ég að koma heim af leiksýningunni; Rómeó og Júlía og ég get ekkert sagt. Ástæðan er aðallega sú að þessi sýning var svo mögnuð að það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa henni.
Ég leitaði og leitaði, en fann ekkert orð sem er nógu flott og fágað til að lýsa hversu unaðsleg þessi sýning var.. hún toppaði RENT.
Já, mér þykir leiðinlegt að segja það, en þannig er það bara.
Á köflum langaði mig upp á svið að leika með þeim... svo mikil er gleðin í mér.

Nú sit ég, full að lífsgleði heima í herbergi og bíð eftir morgundeginum.
Ég vill ekki djamma í kvöld, því ég hlakka svo til á morgun að ég held að ef ég fer að djamma þá dey ég bara úr spenningi eða eitthvað. Menningarnótt er nefnilega málið á morgun og mikið rosalega hlakka ég til.


En að öðrum málum, ég er orðin fjárfestandi.
Í gær keypti ég mér bifreið
Bifreið þessari er lagt fyrir utan húsið mitt, ef einhver vill kíkja á gripinn sem er undurfagur og fegurri bíl finnuru vart í húsalengjunni.
Kappinn er af tegundinni Volswagen Polo og er silfraður að lit.. soldið svona snobb en það er bara skemmtilegra.
Nú bíð ég bara spennt eftir prófinu og svo er það bara Hrebbnutaxi sem er málið.

En nú er ég farin að glápa á eitthvað upprennandi.. Þrek og Tár.

Engin ummæli: