föstudagur, ágúst 22

köstin
Endrum og eins kemur fyrir að ég fæ köst af ýmsum toga.
Sem dæmi má nefna;
flippköst
"verð að vera ein" köst
hlátursköst
æðisköst
athyglissýki köst
breytingaköst
og ...uppköst

Það kast sem hrjáir mig hvað oftast er breytingakast.
Það á sér oftast stað þegar mér leiðist heima hjá mér og ég sit inni í herbergi að horfa á hvíta vegginn sem verður reyndar gulleitur ef maður horfir of lengi.. og hafiði það!
Eitt slíkt fékk ég í gærkveldi.. ég sat, horfði á vegginn og fékk kast.
Ég tók til í rýminu og reyndi að róa mig niður, en ég gat ekki hamið mig.
Þá fór ég í hillurnar, endurraðaði öllu og reyndi að færa sófann minn.. það tókst hins vegar ekki.
Þá fór ég að pæla hvers vegna það væri ekkert loftljós í herberginu, og fór fram og ræddi þetta aðeins við hann föður minn.. og við komumst að þeirri niðurstöðu að einhvernveginn hefði gleymst að setja ljós í loftið og hann kvaðs lofa því að bæta úr því sem fyrst.
Þá sat ég lengi að hugsa hvurnig loftljós ég gæti fengið mér, en komst ekki að neinni niðurstöðu..
Ég þoli ekki þessi köst, ég held að þau stjórnist að hinni hliðinni á mér, Þrebbnu Hórarins sem soldið í ruglinu.
Þessi Þrebbna gípur mig glóðvolga á djamminu og breytir mér í sig, einnig hef ég orðið vör við hana rétt eftir hver mánaðarmót en þá vill hún einmitt taka stjórnina og eyða öllum laununum mínum.
Svo spyr móðir mín í kví, kví hvert launin mín fóru eiginlega og ég bara.. ha.. ég.. æji.. púff, bæng og spliff, ég get ekki svarað.
Ég vill biðja alla þá sem verða varir við hana Þrebbnu í mér að láta mig vita.. ég ætla að nefnilega að byrla fyrir henni eitur.. (illhvittnislegur hlátur)

Engin ummæli: