föstudagur, september 12

þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Nú í þessum töluðu orðum fer fram keppni í Ungfrú Evrópu og er henni sjónvarpað alla leið hingað á kalda skerið.
Þó ég heyri aðeins orð hér og þar berast inn í herbergi frá sjónvarpsholinu get ég glögglega greint að keppnin fer fram á frönsku og ensku.. já nú kemur sér vel að hafa tekið frönsku 103. Mér finnst ég alveg hámenntuð að geta þýtt orð eins og ce soir, merci og fleiri og fleiri orð.
Reyndar held ég að móðir mín blessaða taki þessa keppni einum of alvarlega.
Vildi ég að þið lesendur kærir gætuð verið flugur á vegg, því viðbrögð hennar eru slík að ætla mætti að hún væri að hórfa á úrslitaviðureign í enska boltanum.
Hún stendur upp og hrópar; "nei andskotinn hafi það.. þessi pólska komst inn"
og bölvar kynninum, alveg eins og á fótboltaleikjum.
Eftir keppnina býst ég við að hún fari út að brenna eitthvað til að reyna að koma af stað óeirðum.

Engin ummæli: