fimmtudagur, september 11

Líf mitt, sem grískur harmleikur
Mér þykir leitt að tilkynna það að ég var eigi svo lukkuleg að ná miða á MH ballið í tæka tíð. Þó svo að ég hafi tilkynnt Tyrfingi hátíðlega að ég ætlaði að mæta blindfull og grína aðeins í honum.
En það var þó sköminni skárra, því ég gat mætt á mína eigin dragkeppni sem fór bara andskoti vel fram!
Á sviðinu mátti sjá Olgu Ferseth skoppa bolta, Mimi úr "Drew Cary show", Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri og fleiri úr þotuliðinu.
Annars hefur voðalega lítið að ske í mínu annars óspennandi lífi, . fyrir utan framhjáhald, svik, ráðabrugg og launráð.. nei annars það var í Glæstum Vonum

En eftir allt þetta dragstand fylltist ég löngun til að setja á svið keppni fyrir stelpur, að klæða sig upp sem karlmenn, líkt og karlmenn klæða sig upp í kvenmansföt.. þó svo að keppnin tæki nokkur ár að festa sig í sessi væri það alveg þess virði. Stelpur í jakkafötum.. stelpur í vinnugöllum..stelpur í mörgæsasmóking og svo framvegis.. hvernig væri það?




Engin ummæli: