laugardagur, september 20

Heimilið liggur niðri
Jú mikið rétt lesendur góðir, heimili mitt liggur niðri vegna veikinda.
Faðir minn liggir sárþjáður af flensu og mamma þvertekur fyrir það að hún hafi nælt sér í kvef, þrátt fyrir hóstaköst og snýtingar af bestu gerð.

Það sem maður tekur helst eftir þegar heimilisráðendur eru í veikindafríi er að oft vantar mat í ískápinn, klósettpappír er af skornum skammti vegna ofsnýtinga, og þar af leiðandi eru kuðlaðar bréflkúlur með hori í á víð og dreif um húsið.
Þið afsakið máské hversu beinar lýsingar voru hér, en svona eru veikindin hér á bæ.

Ég held að áðan á tímabili hafi móðir mín alvarlega hugleitt að hringja á taxa eftir tissjúi, því auðvitað er enginn hér með fullri heilsu. Allir með hor í heilahvelinu og stíflað nef.


En gaman er að segja frá því að áðan fór ég í eltingaleik.
Nei, ekki við systur mína.
Ekki heldur við nágrannastelpuna, heldur garðstólana hennar mömmu.

Þeir hafa um tíma verið hennar mesta stolt, fyrir utan yngstu dótturina (mig).
Garðstólar þessir voru komnir hálfa leið út á götu þegar ég loks náði að elta þá uppi.. hver leyfði þennan vind eiginlega?

En svona til dægrastyttingar ætla ég að fara að snýta mér.

Far vel

Engin ummæli: