fimmtudagur, september 4

ó, vor æska
Ég fylltist hryllingi fyrir stundu er ég var í sakleysi mínu vafrandi um á veraldarvefnum.

Iðulega fer ég inn á síðunahugi.istil dægrastyttingar. En ég fékk nóg.
Ég var stödd á áhugamálinu Rómantík og rak augun í könnun. Það sem vakti viðbjóð hjá mér er grunnhyggi sumra einstaklinga sem spurtðu: hvort vildir þú vera með manneskju sem er skemmtileg og ljót, eða falleg og leiðinleg.
Hversu grunnur er hægt að vera? Ég sem hélt að ást kæmi innan frá, og ekki skipti máli hvernig manneskjan liti út að utan, heldur að innri manneskjan væri málið.
Ég hélt alltaf að einhverjum gæti fundist ákveðin manneskja falleg, þó að aðrir í kringum hann væru ósammála.
Ég sem hélt að sá sem maður væri hrifinn af væri alltaf sá fallegasti og besti í heiminum þá stundina.. en ég hafði greinilega rangt fyrir mér.

Erum við virkilega orðin svo grunn að útlit er farið að skipta okkur máli.. þarf ég að spyrja.. auðvitað er útlit farið að skipta máli. Annars væri ekki helmingur íslendinga í fínu formi og sólbekkjabrúnn. Er ég gamaldags að vilja bara maka sem er sá sem hann er, og reynir ekki um of að vera einhver sem hann er ekki?
Mér er alveg sama þótt sá sem ég er hrifinn af sé ekki súkkulaðibrúnn og með mikinn massa, flott hár og fallegar tennur. Bara að ég hrífist af honum.

Ég þarf greinilega að fara að hugsa minn gang, rækilega ef þetta er málið.

Engin ummæli: