Járnmærin
Tónleikar sveitarinnar Iron Maiden virtust vera íslendingum, sem og útlendingum ofarlega í huga í dag.
Í öðru hverju samtali sem ég hleraði meðan ég lét mér leiðast í vinnunni var hljómsvetin nefnd á nafn, eða samtalið snérist algjörlega um það hversu geðveikir tónleikarnir í kvöld yrðu og þorri fólks sem ráfaði um Kringluna klæddist bolum með merki sveitarinnar.
Ég gekk um og fann óneitanlega fyrir því að ég var útundan, klædd í bol með merki Hagkaupa, langt frá því að vera eins svöl og allir hinir.
Þrátt fyrir það ætla ég að sithja heima í kvöld með tærnar upp í loft og undirbúa mig undir það að vera ennþá meira útundan þegar aðalumræðuefni morgundagsins á kaffistofunni, sem og annars staðar verður án efa; tónleikar Iron Maiden í Egilshöll.
www.hrebbna.tk
-skemmtir sér, og engum öðrum-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli