Internetið hefur máttinn
Þegar fólk kemst á vissan aldur hugsar það oft um hver það er í raun og veru.
Margir eyða fleiri klukkustundum í leit að "sjálfinu" og komast að öllum líkindum hvert það er.
En kæru vinir, við þurfum ekki að eyða dægrunum löngum í það að leita hver við sjálf erum því internetið hefur lausnina.
Á fjölmörgum síðun internetsins má finna það út hver maður er, hver maður var í fyrralífi og hver maður hugsanlega mun vera í framtíðinni.
Einnig er hægt að finna út hvort maður sé í raun og veru gella, hvaða poppstjarna maður væri ef maður væri poppstjarna og hvaða friens-persóna maður væri.
Sem sagt, Internetið hefur lausnina, og samkvæmt því...
1.Mun ég hafa verið ljónatemjari og þjálfari í sirkus á 12.öld á Norður-Englandi í fyrra lífi.
2.Ætti ég að vera rauðhærð
3.Mun ég verða geimvísindafrömuður í framtíðinni
4.Er ég gella
5.Er uppáhalds osturinn minn Feta
6.Væri ég afródita ef ég væri gyðja
7.Þá héti ég zskdof ef ég byggi á mars
8.Kostar sál mín 7.879 $
Kæru lesendur, ég mun nú alfarið tileinka mér geimvísindi sem áhugamál, versla fetaost í tugatali og breyta nafni mínu í zskdof því ég hef fundið "sjálfið" á netinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli