þriðjudagur, nóvember 18

pæling
Fyrir allnokkru var ég stödd í Kringlunni á vappi í mínum eigin heimi eins og vanalega, og kem ég auga á mann nokkurn að nafni Snorri. Sá labbaði milli fólksfjöldans og var að reyna að selja þeim syndaaflausn fyrir 1000 kr stykkið. Syndaaflausnin var í A4- blaðaformi.

Ég æjaði og veinaði og skammaðist yfir því hvert heimurinn væri eiginlega að fara. Mest langaði mig að hrifsa öll blöðin af manninum og borða þau og hindra þar með að maðurinn gæti selt þeim vitlausu fyrrnefnt plagg.

Ég hugsaði með mér að maðurinn stæði þarna til einskis, "það kaupir enginn þessa vitleysu" sagði ég við sjálfa mig, en viti menn. Ég var ekki fyrr búin að ljúka þeim orðum í huga mér að maður keypti eitt ef ekki tvö plögg.

Hvernig ætlar Snorri þessi að koma því til skila til hins æðra að einhver aðili sé laus synda sinni og sé þar með orðin hrein sál?


Ég fór heim, bjó til mitt eigið plagg, hengdi það upp á vegg og grét yfir heimsku samborgara minna.

Engin ummæli: