sunnudagur, nóvember 23

Fordæmi sambloggara fylgt
Í þessu bloggi ætla ég að fylgja fordæmi sambloggara,vinkonu og leiklistarunnanda og blogga um leikverk það er sett verður upp á vegum NFFG þetta árið, eða í raun næsta árið.

Í ár verður það enginn annar en söng- og gleðileikurinn Litla Hryllingsbúðin-eða á frummáli The Little Shop of Horrors.

Eftir langar og strangar prufur var loks í gær tilkynnt hverjir færu með hvaða hlutverk og eru allir á því máli að vel hafi verið valið í flest hlutverk.

Undirrituð fékk hlutverk í sýningu þessari og mun ég fara með hlutverk guðlegrar raddar sem kynnir í raun framvindu verksins í forleik, og bráðfyndins kúnna.

Nánari hlutverkaskipan verður svo að koma í ljós á frumsýningardegi , þ.e. mars 2004 því ég er ekki viss hvort ég megi leka út þessu hernaðarleyndarmáli.

Engin ummæli: