föstudagur, nóvember 21

Gamalt og gleymt
Þegar maður eldist eru margir hlutir sem áður voru spennandi hversdagslegir og leiðinlegir.
Hér á eftir kemur listi yfir mjög svo hversdagslega hluti sem áður mér framandi..


1. Að fara í strætó: Eftir að hafa alist upp í krummaskurði eins og Álftanes er, var framandi að taka strætó t .d. upp í Kringlu eða á Laugarveginn. Hugsa sér, engir foreldrar að keyra og maður gat ferðast hvert á land sem er-fyrir aðeins 50 kr.

2.Að vera einn heima:Þó svo að það væri ekki nema hálftími var svo margt sem hægt var að gera þegar maður var einn heima. Oft notaði ég ímyndunaraflið og byggði oft indjánatjald inni í stofu mér til yndis og skemmtunar. (Ef ykkur vantar upplýsingar um byggingu slíks tjald, endilega látið mig vita)

3. Að fara í matvörubúð: Hver man ekki eftir því þeagr maður labbaði inn í matvörubúð, beint í nammideildina og fannst maður vera kominn í himnaríki?

Lista lokið í bili.

Engin ummæli: