Atburðir líðandi stundar
Ég var stödd í Hagkaup um fjögurleytið eftir vel heppnaða ferð til tannlæknis.
Rétt eftir þessa tannlæknisför þurfti ég að mæta til vinnu, enn frekar aum eftir ósköpin.
Ég var stödd á kassa í dömudeild Hagkaupa þegar athygli mín beindist að útvarpinu.
Eins og alltaf var stillt á Létt 96,7.
Ég heyrði frekar illa hvað var í gangi í , en heyrði þó fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu.
Eyru mín sperrtust upp eins og á hundi, enda mjög áhugavert mál þetta frumvarp.
Fljótlega áttaði ég mig á að það var rödd frænda míns, Ólafs Ragnars Grímssonar sem ómaði í tækinu.
Loks heyrði ég það frá konum sem staddar voru á kassa hjá mér að nú stæði yfir blaðamannafundur á Bessastöðum.
Skyndilega var eins og öll búðin legðist í dvala.
Fólks stansaði, hætti að tala og hópaðist saman.
Hjörðin var ólík, en átti það þó eitt sameiginlegt, áhugann á frumvarpinu og gjörðum forsetans.
Allir lögðu við hlustir og þegar niðurstaða blaðamannafundarins var kynnt var eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Fólk faðmaðist, sumir fögnuðu dátt,klöppuðu og aðrir létu sér það nægja að brosa út í eitt.
Allir virtust á einu máli um það að Óli hafði gert rétt.
Þetta var falleg stund, og sýndi samstöðu landans sem virtist hæst ánægður með að fá að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég tek að ofan fyrir frænda og segi þrefalt húrra;
Húrra,
Húrra,
Húrra!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli