Dagur allra landsmanna
Já kæru landar, nú er dagur allra landsmanna liðinn.
Börnin fengu sitt, gasblöðrur,sleikjó og sykurleðjuull og foreldrar sáu mánaðarlaunin fjúka í burt vegna verðsins á þessum varningi.
Hoppað var í hoppiköstulum, fólk horfði á misgóð skemmtiatriði og hitti mann og annan.
Allt gerðist þetta á 24 klst.
-Þegar ég var ung og upp á mitt besta þótti mér einstaklega gaman að vappa um í miðbænum með foreldrum mínum með gasblöðru í hönd og sleikisnuð í kjaftinum.
Foreldrar mínir þutu um allan bæinn í leit að viðeigandi skemmtun fyrir mig og systur mína og höfðum við gaman af.
Í uppáhaldi hjá mér var ávallt Brúðubíllinn sem ég viðurkenni að ég hef enn lúmskt gaman af.-
--Nú, komin á 18 aldursár snýst 17. júní um það að fara niður í miðbæ, hitta mann og annan og drekka innlent brennivín með löndum sínum og horfa á 13. ára gelgjur á ímyndunarfylleríi.--
Dæmi hver um sig hvort er betra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli