sunnudagur, júní 27

Í vinnunni minni eru margar stundir á degi hverjum sem fara í að forðast að vinna.
Þessar dauðu stundir fara oftar en ekki í blaður en nokkrir eiga það til að hefja samsöng með öðrum flokksmeðlimum og hefur það vakið mikla lukku flokkstjórans.
Nokkrir góðir slagarar eru efst á óskalagalistanum eins og t.d. If you wanna be my lover með Spice Girls, I feel it in my fingers(þýtt af flokksmeðlimum) og gamli góði sunnudagaskólaslagarinn; "ég er ekki fótgönguliði".

En margur getur fengið nóg af þessari vitleysu og hefur maður oft á tíðum í þessu 4 sumur sem ég hef unnið þarna velt því fyrir sér hvað maður geti gert til að drepa tímann, sem er þó tengt vinnunni á einhvern hátt.

Ég hef tekið saman nokkra leiki sem njóta mikilla vinsælda þetta sumarið hjá okkur í Bæjarvinnu Álftanes og vona ég að hver sá sem er við dauðans dyr af leiðindum í sinni vinni geti notið góðs af.

Bíómyndaleikurinn:
Hinn sívinsæli bíómyndaleikur er ekki flókinn.
Einn byrjar að segja nafn á bíómynd, t.d. Lord of the rings. Þá á sá sem er næstur í röðinni að finna nafn á bíómynd sem byrjar á síðasta stafnum í myndinni sem nefnd var á undan. Hugsunartímamörk eru 5 mínútur og sá sem fer yfir þann tíma er dæmdur úr leik. Leikurinn gengur svo sinn gang þar aðeins einn stendur eftir.

Hver er maðurinn?:
Þessi leikur gengur út á það að einn skal finna upp á þekktum manni, og hinir eiga að giska hver sá maður er. Sá sem hugsaði sér manninn má aðeins svara spurningum leikmanna með já eða nei. Sá sem getur að lokum giskað á rétt svar fær að finna sér mann næst.

Hrífukast
Það sem til þarf: garðhrífur fyrir alla keppendur(mæli með grashrífur, fást í Húsasmiðjunni á sanngjörnu verði).
Gamla góða spjótkastið, nema notast er við hrífur.

Skófluleikurinn
Keppendur fá allir skóflu í hönd(fást einnig í húsasmiðjunni á sanngjörnu verði) og standa í hring. Finnið næsta stein og kastið honum á milli og grípið með skóflunni.
Sá sem missir steininn er úr.

Njótið

Engin ummæli: