Aðför
Ég hef ákveðið að plana aðför að blaðberanum í götunni minni.
Blaðberinn, sem ber út einhverja auglýsingabæklinga virðist ekki sjá sér fært um að setja ruslpóstinn alla leið í bréfalúguna og skilur hann oftast eftir einhversstaðar í innkeyrslunni eða undir gluggum. Eitt sinn vaknaði ég með auglýsingabækling á sænginni hjá mér, og svo leit ég undir gluggann minn úti við og við mér blasti nokkrir aðrir bæklingar.
Eitt sem vekur mikla furðu mína er að það virðist enginn annar í götunni eiga við sama vandamál að stríða, allir fá sinn ruslpóst.
Við höfum nokkrum sinnum talað við kauða og kvartað en ekkert skánar ástandið.
Fjölskyldumeðlimir eru orðnir frekar pirraðir á þessum uppátækjum og vil ég því biðja ykkur,lesendur góðir að ráðleggja mér hvað ég eigi að gera í þessum máli.
Komið með ferskar hugmyndir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli