mánudagur, júlí 19

Ung var ég forðum...
 
og svo ólánsamlega vildi til að ég hafði ekki þær gáfur sem ég hef í dag.
 
Ég hélt til dæmis að:
  • ...þegar ringdi væri guð að gráta
  • ...það væri í alvöru hægt að heyra grasið gróa, hárið vaxa og neglurnar lengjast eins og segir svo skemmtilega í laginu
  • ...ef maður kláraði ekki allan matinn sinn yrði maður aldrei stór.  (Alltaf þegar ég sá dverg hugsaði ég; "þessi hefði heldur betur átt að klára matinn sinn")
  • ...að jólasveinninn væri til

Mikið var maður mikill kjáni í den tid.

Engin ummæli: